Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Side 3

Kirkjuritið - 01.05.1960, Side 3
Bœn tollheimtumannsins. 1 auðmýkt stend ég álengdar og andvarpandi styn, í auðmýkt sé á álengdar minn eina sanna vin. Á jörðu finn ég hvergi skjól, mitt hefðarstig er lágt, en þú, hin ljúfa líknarsól, þú ljómar eins á smátt. Hjá mönnunum ég finn ei frið og fjarri stend því nú, ó, Drottinn minn, ég mæni og hið, að miskunn veitir þú. En ég er óhreinn, sjúkur, sár og sekur fyrir þér, ég heygi í duftið daprar hrár: ó, Drottinn, líkna mér! Matthías Jochumsson. Þessi sálmvers, sem ég minnist ekki að hafa séð prentuð, eru tekin úr bæn fyrir prédikun í Akureyrarkirkju á 11. sunnu- hag eftir trínitatis árið 1894. Bænin hefur auðsjáanlega fallið í stuðla ósjálfrátt, um leið og höfundurinn skrifaði ræðuna, og hann ef til vill gleymt sálminum undireins, eða ekki talið hann nógu vel kveðinn eða þess virði að halda honum til haga. Samt hygg ég, að lesendum Kirkjuritsins muni þykja fengur að sálm- |num, sem svo skýrt sver sig í ættina, enda er margt lakara 1 sálmabók vorri. 13 Benjamín Kristjánsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.