Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Side 30

Kirkjuritið - 01.05.1960, Side 30
220 KIKKJURITIÐ að mjög mikið framfaraspor verður það, er allar prótestant- iskar kirkjur í Kanada ganga í eitt allsherjar kirkjufélag, og það verður þeim öllum ávinningur. Því að í trúarkenningum, sem mestu máli skipta, eru þær allar yfirleitt eitt. — Menn semja ekki lengur stuttar trúarjátningar eins og á fyrstu öld- um kristninnar. En kirkjudeildirnar í Kanada hafa þó samið hver fyrir sig í skipulegu og stuttu máli greinargerð um trúar- viðhorf sitt. Og vísast gætu þær allar sameinazt um svipaða greinargerð og þá, sem vinur minn og námsfélagi við háskól- ann í British Columbia kom mér í hendur. Upphaf hennar er efnislega á þessa leið, í játningarformi: Vér trúum á Guð hinn eilífa, persónulega anda, skapara og viðhaldara allra hluta til- verunnar. Vér trúum, að Guð sem alvaldur Drottinn hafinn ofar heiminum stjórni og stýri öllu, sem til er, svo að það framkvæmi hans alvitra og algóða vilja. Vér trúum, að Guð hafi skapað manninn til þess að elska sig og þjóna sér, að hann annist um hann sem réttlátur og miskunnsamur faðir, og að ekkert geti hvorki slökkt elsku hans né komið í veg fyrir, að hans náðarríki vilji um manninn fái að lokum fullan sigur. Þannig játum vér Guð sem skapara og alvaldan Drottin alls, sem er til og réttlátan elskandi fööur mannanna. Vér trúum á Jesúm Krist, son föðurins, sem fyrir oss menn- ina og oss til frelsunar varð maður og dvaldist á meðal vor. Vér trúum, að hann hafi lifað fullkomnu mannlegu lífi, alger- lega tileinkuðu vilja Guðs og þjónustu við mennina. Vér trúum, að í honum standi Guð augliti til auglitis við mennina, svo að þeir geti komizt að raun um, að Guð elskar þá, leitar hins góða þeim til handa, ber sorgir þeirra og syndir og krefur af þeim algert traust og fullkomna hlýðni. Vér trúum, að í Jesú Kristi hafi Guð starfað til að frelsa mennina og tekið á sig þá óum- ræðilegu fórn, sem var óumflýjanleg sökum syndar mannanna, að krossinn opinberi samtímis Guðs viðbjóð á syndinni og frels- andi elsku hans í hæð og dýpt og almætti, og að krossinn se fyrir alla tíma vegurinn, sem friðþægir heiminn við Guð. Ver trúum, að Jesús hafi verið reistur sigrandi yfir dauðann og auglýstur að vera sonur Guðs með almættiskrafti, og að hann lifi að eilífu og sé frelsari vor og Drottinn. Þannig játum vér Krist Jesúm sem son Guðs, er hefur klæðzt holdi á jörðu og er frelsari heimsins.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.