Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Qupperneq 34

Kirkjuritið - 01.05.1960, Qupperneq 34
224 KIRKJURITIÐ K.F.U.K. á sömuleiðis myndarlegan sumardvalarstað á fögr- um stað í Vindáshlíö í Kjós. í Kaldárseli hafa oft verið sumarbúðir. Þar á K.F.U.M. í Hafnarfirði einn sumarskála. Æslculýösnefnd þjóökirkjunnar hefur þrjú síðustu sumur haft sumarbúðir á sínum vegum að Löngumýri í Skagafirði við sí- vaxandi aðsókn. En auk þess má nefna svipað starf ýmissa annarra aðilja, t. d. sumarbúðir Sjónarhæðarsafnaðar á Akur- eyri, sem eru hjá Ásbyrgi; dvalarstað Akurnesinga við Hafn- arf jall o. fl., sem vinna sumarstarf í svipuðum anda, þótt ekki séu nefndir hér. Allt er þetta þáttur í kristilegu starfi með þjóðinni, og til- ætlunin var að vekja með þessu spjalli athygli foreldra og kirkjuvina á þessum starfsvettvangi kirkju vorrar — sumar- búðunum. L. H. „Settu þig í lians spor!“ — Charles Reaile. Þessi bókartitill hefur mér ekki úr minni gengið í meira en hálfa öld. Sagan gerist í Englandi, þegar vélaöldin var þar í uppsiglingu og verkamennirnir kviðu því, að þeir stæðu uppi atvinnulausir og öreigar. Amboyne læknir starfaði í einu verksmiðjuhéraðinu. Hann var vitur maður og góðgjarn, og bæði verksmiðjueigendur og verka- menn kvöddu hann til ráða bæði í andlegum og líkamlegum efnunn. Og ævinlega þegar einhver maður hallmælti öðrum, spurði læknir- inn sömu spurningarinnar: „Hvað myndir þú gera, ef þú værir i hans sporum?“ Dæmi hans hefur haft áhrif á mig fram á þennan dag. Ég hef oft- ast reynt —- þrátt fyrir margar undantekningar — að fylgja reglu hans i samskiptum mínum við aðra. Að „setja sig í spor náungans er raunar að lifa samkvæmt hinni gullnu reglu meistarans. . Og mér, sem nú er gamall maður, finnst aldrei hafa verið meu> þörf á því en nú. Josephus Daniels (stjórnmálamaður og sendiherra).

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.