Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1960, Page 36

Kirkjuritið - 01.05.1960, Page 36
226 KIRKJURITIÐ vinnurekenda og ýmissa sérfræðinga í þágu skipulagningar og fjármála kirkjunnar seint metin að verðleikum. Vonir standi til, að þetta aukist enn og verði víðtækara á næstu tuttugu árum. Áhugi leikmanna á fórnarstarfi í þágu kirkjunnar mun og hafa enn meiri og dýrari andleg áhrif heldur en hvað hann er mikilvægur fjárhagslega skoðað. Helgisiðirnir. Eins gefur það góðar vonir, að kirkjan hefur nú tekizt á hendur að endurskoða helgisiðareglurnar frá 1604. Þau ósköp voru raunar orðin gersamlega óþolandi, að kirkjulöggjöfin skyldi vera orðin svo úrelt, að fæstir kirkjumenn vissu raunar að hún væri til, hvað þá meira. Það, að kirkjustefnurnar skyldu ákveða, fyrir forgöngu erkibiskupsins af Kantaraborg, að leggja út í þá löngu þraut, sem endurskoðunin hlýtur að verða, sýnir lífsþrótt kirkjunnar og að hún hefur trú á framtíðinni. Ég segi þetta af sannfæringu, þótt ég játi jafnhliða, að mistök hafa orðið í sambandi við þessa endurskoðun. Hún hefur stað- ið of lengi, og það hefði mátt eyða tímanum til annars þarfara en sums af því, sem hana hefur tafið.. Löggjafarnir hafa ver- ið of ákafir og smámunasamir. Vér getum þakkað fyrir, að þeir skuli ekki hafa mælt neitt fyrir um náttföt klerkdóms- ins, eins og fyrirrennarar þeirra gerðu 1604, en hefðu þeh' endilega þurft að ákveða, hver ætti að greiða blómskreyting kirknanna? Mestan kvíðboga ber ég samt fyrir því, að þeir skerði um of frjálsræði prestanna og leggi of margt í úrskurð biskupanna, sem klerkar ákváðu sjálfir áður. Mér finnst, að ekki eigi að íþyngja biskupum með lítilfjörlegum úrskurðum, þeir eiga að vera leiðtogar vorir, hugsuðir og guðlegir feður- Þá kemur mér nokkuð í hug, sem ekki er jafn uppörvandi- Hugsum vér eins mikið og skyldi? Biskuparnir hvetja oss með réttu til að leita og treysta handleiðslu Heilags Anda á þessum erfiðu tímum. Og aldrei er of oft á það minnt, að kirkjan er ekki einvörðungu mannleg stofnun, heldur sköpun og dvalar- staður Andans. En með dýpstu virðingu, verð ég að segj^. að mér finnst yfirlýsingar biskupanna bera helzt til oft vott um, að þeir hafi ekki velt neitt fyrir sér mörgum þeirra spurn- inga, sem liggja ýmsum þungt á hjarta. En auðvitað hlýW1 þetta að vera vitleysa í flestum tilfellum, því að þetta erU

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.