Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 31

Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 31
KIRK JURITIÐ 25 Vér hinir óbreyttu liðsmenn eins og foringjarnir. Raunar velt- ur enn meira á oss, því að það eru hinir óþekktu hermenn, sem vinna allar orustur. Vér getum líka kennt oss um, ef foringjarnir eru verri en þyrfti að vera. Vér veljum þá sem sé eftir voru hjarta. Og sjá- andi menn trúa ekki á blinda leiðtoga. Hitt kemur fyrir, að blindur leiðir blindan. Hugsun vor, orð vor, verk vor sýna það í dag og á morgun, hvað vér elskum land vort og hvernig vér berum hag barna vorra fyrir brjósti. Það má oss ekki neinn dag úr minni ganga, ef vér ætlum oss að leysa af höndum hlutverk vort. Hér er og óhjákvæmilegt að minna á, að vér höfum skyldum að gegna innan kirkjunnar. Hún ber vorn svip, geldur vor og nýtur. Prestarnir geta í mesta lagi verið burðarás, söfnuðirnir eru sjálf byggingin. Og jafn satt og það er, að margt af því bezta í arfi íslendinga er af kristinni rót og frá kirkjunni runn- ið, ríður komandi kynslóðum meira á því en flestu öðru, að vér skilum þeim arfi helzt auknum — hvað þá óskertum — í hend- ur þeim. En það getum vér ekki með tómlæti — með því að geyma hann líkt og gamla ólesna Biblíu uppi á hillu. Nei, til þess verðum vér að ávaxta hann í starfi voru, innan kirknanna og utan. Til þess er nú staður og stund. Víða er pottur brotinn. Fyrir nokkrum vikum stóð eftirfarandi auglýsing í dönsku sveitablaði: ,,Athugið! Prestur æskir eftir starfi í Sdr. Kongerslev, Nr. Kongerslev og Komdrup. Ég hef notið sjö ára menntunar í að skýra og túlka Biblíuna og get jafnframt gert nútímamönnum grein fyrir efni kristinnar trúar. Eru ekki, þótt ekki væri nema 10—20 f jölskyldur, sem ótilknúðar gætu látið sér til hugar koma að nota mig til þessa. Vér getum átt samfundi annað hvort á á einkaheimilum eða á prestssetrinu, eftir því sem um semst. Skjót viðbrögð óskast. Sóknarpresturinn. — Til atltugunar. Eða er presturinn aðeins stássskepna.“ Auglýsandinn var séra P. H. Jörgensen sóknarprestur í ofan- Oefndum sóknum. Hann er þrítugur gáfu- og lærdómsmaður. Hlaut gullverðlaun háskólans fyrir guðfræðilega ritgerð, þegar hann var aðeins 24 ára. Fékk ágætiseinkunn við embættispróf,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.