Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 43

Kirkjuritið - 01.01.1961, Page 43
Séra Árelíus Níelsson fimmtugur. (7. september 1960). Fimmtugi kunni klerkur, kröftugur, sannur, merkur, á Boðn ég heiti og Braga, boðlegt svo megi laga. Ljóðið, sem glatt þig geti, ef grimmu fordómahreti eftir þú átt að mæta, ósk mín er þig að kæta. Prestur er vandi að vera, voldug í höndum bera ljós þau, er vegi lýsa, leiðina réttu vísa til sannleikans sigurhæða, sárin mýkja og græða, hugga hrellda og þjáða, hjálpa veikum til dáða. Sjá, þú átt vit og vilja, vizkunnar ljós, sem ylja. Skilningsins mikli máttur, manndómsins göfgi þáttur, sterk er þú ræðir rökin, réttlætis máttartökin, eldlegur andans þróttur er í guðstrúna sóttur. Veitist þér gæfa og gengi, gróska, sem endist lengi, umbótaviljinn verki, verði þér sigurmerki. Er lýðinn frá villu leiði, lífsflækjur margar greiði. Guðdómsins náð þér gefi gæfu í hverju skrefi. Lilja Björnsdóttir

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.