Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1961, Qupperneq 43

Kirkjuritið - 01.01.1961, Qupperneq 43
Séra Árelíus Níelsson fimmtugur. (7. september 1960). Fimmtugi kunni klerkur, kröftugur, sannur, merkur, á Boðn ég heiti og Braga, boðlegt svo megi laga. Ljóðið, sem glatt þig geti, ef grimmu fordómahreti eftir þú átt að mæta, ósk mín er þig að kæta. Prestur er vandi að vera, voldug í höndum bera ljós þau, er vegi lýsa, leiðina réttu vísa til sannleikans sigurhæða, sárin mýkja og græða, hugga hrellda og þjáða, hjálpa veikum til dáða. Sjá, þú átt vit og vilja, vizkunnar ljós, sem ylja. Skilningsins mikli máttur, manndómsins göfgi þáttur, sterk er þú ræðir rökin, réttlætis máttartökin, eldlegur andans þróttur er í guðstrúna sóttur. Veitist þér gæfa og gengi, gróska, sem endist lengi, umbótaviljinn verki, verði þér sigurmerki. Er lýðinn frá villu leiði, lífsflækjur margar greiði. Guðdómsins náð þér gefi gæfu í hverju skrefi. Lilja Björnsdóttir

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.