Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1962, Side 7

Kirkjuritið - 01.02.1962, Side 7
KIRKJURITIÐ 53 áttan var frekar stirð, einna líkust umlileypingi liér á Suður- landi, svo það var ekki liægt að stunda neinar skemmtireisur. Þó fórum við nokkuð um Harðangur. Og blessað fólkið sagði: Þið hefðuð átt að vera hér að sumri til. Svo komum við á nokkra sögustaði. T. d. fórum við út í Herðlu, þar sem Egill reisti níðstöngina. HvaS viltu segja um kirkjulífiS í Haus? Kirkjusókn er minni en ég liélt að væri á þessum slóðum. Eyrir nokkru voru kirkjugestir taldir í eitt misseri í Björg- vinjarbiskupsdæmi og reyndist hún vera 4—5%. Það er minna heldur en hérna á Síðunni og þó finnst manni oft vera sorg- lcga fátt við kirkju, þótt sjaldan verði messufall. En kynntustu ekki prestunum og félagsskap þeirra? Jú. Við vorum t. d. á tveim fundum í prestafélagsdeildum. Önnur var fyrir eitt, hin fyrir tvö prófastsdæmi. Annar fund- urinn var á Hamri á Ostruey, hinn á Tysnes, þar sem hét Njarðarlög til forna. Fundirnir eru haldnir lijá prestunum á víxl og liefur pastor loci og þó einkum kona liaus, allan veg °g vanda af öllum móttökum og uppihaldi fundarmanna með- an á fundi stendur. Getur maður sagt sér það sjálfur, að þetta er ekki lítil fyrirhöfn, þegar þess er gætt, að taka þarf á móti 15—20 manns. Þótt prestssetrin séu bæði stór og rúmgóð, er langt frá því að þau liýsi slíka fjöld gesta, en þeim var þá koniið fyrir í næstu húsum til gistingar. Aftur á móti voru all- ar máltíðir heima á prestssetrinu. Var gestum sýnd mikil rausn í mat og drykk og vendilega breytt eftir orðinu: Gleymið ekki gestrisninni (Hebr. 13:2.). Þessi fundahöld eru því nokk- ur fyrirliöfn og kostnaður fyrir presta, en þess ber þó að gæta, að þetta kemur vfirleitt ekki nema einu sinni á livern prest, þar sem þeir eru margir á félagssvæðinu og gera langtum meira að því að skipta um brauð lieldur en prestar liér á landi, enda eru prestskosningar ekki tíðkaðar í Noregi. HvaS var gert á fundum þessum ? Á þeim báðum voru aðkomumenn, sem fluttu guðfræðilegt erindi. Á Tysnes var forstöðumaður guðfræðiskóla N.M.S. í Stafangri, Tidemann Strand og talaði um trú og lífemi, en á Hamri talaði Stormark ferðaprestur um guðfræði Páls. Urðu um bæði þessi erindi miklar umræður, en annars ræddu prest- arnir meira um liið praktiska, nýjar leiðir í boðun orðsins,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.