Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1962, Qupperneq 11

Kirkjuritið - 01.02.1962, Qupperneq 11
KIRKJURITIÐ 57 Hún var ágæt. Sóknarpresturinn lieitir Jacob Steinarson, ntaður liátt á sextugsaldri, var fyrst rúman áratug í afskekktu prestakalli í Þrándlieimsbiskupsdæmi áður en hann kom til l*jala. Þar er liann búinn að vera í 12 ár. Það fannst lionum vera orðinn nógu langur tími á sama stað og vonaðist til að geta flutt sig fljótlega. Prestar eru ekki kosnir í Noregi eins og liér. Ráðherra veitir brauðin eftir útnefningu sóknarnefnda og tillögu biskups, sem yfirleitt mælir oftast með elzta um- sækjanda (að embættisaldri) aS öSru jöfnu. Kirkjustjórnin stuðlar að því, að prestar séu yfirleitt ekki mjög lengi á sama stað, svo að sá sem skiptir um brauð, þó ekki oftar en á fimm ara fresti, fær kostnað við búferlaflutninginn greiddan af því opinbera. Hvernig virtust þér kjör norskra presta? Launin eru all-misjöfn, en þó yfirleitt bærri en liér. Ann- ars er ekki gott að gera neinn samanburð. Aðstæðurnar eru svo ólíkar. Verðlag er liátt, og allir kvörtuðu yfir þungum sköttum og miklum álögum í velferðarríkinu, alveg eins og bér. Prestssetrin eru vfirleitt ekki skemmtilegar íbúðir, gömul stór timburbús, sem að stærð og allri gerð eru miðuð við afnot stórrar fjölskvldu eins og var í gamla daga meðan prestarnir böfðu búskap og vinnufólk. Nú er sá tími liðinn. Enginn norsk- ur prestur rekur búskap lengur, en þeir sitja uppi með þessi gómlu prestssetur, sem eru óbentug og erfið og dýr í rekstri og viðhaldi. BjugguS þiS í einu slíku á Fjölum? Nei, sem betur fór. Hús kallskapellansins er á frekar af- skekktum stað, Straumnesi í Holmedalssókn. Þar stóð það autt °g tómt, og okkur fannst ekki taka því að fara að afla okkur búsgagna og annars, sem til búskapar þurfti. Við fengum líka agætt liús í Dale, og þar vorum við í raun og veru betur sett. Við nutum þar mikillar velvildar og fyrirgreiðslu allra, sér- staklega sóknarprestsins og lijónanna Kristófers og Álaugar Hovlands. Hann er iðnrekandi, á tunnuverksmiðju í Dale og befur allmikil viðskipti við Island. Kona lians er formaður fyrir Kristeleg Ungdomsforening, sem rekur stórt nýtízku gisti- bús í Dale. Þessi ágætu lijón opnuðu fyrir okkur liús sitt, sem raunar virtist standa öllum opið, og lánuðu þau okkur afnot af öllum húsmunum. Það var höfðinglega gert.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.