Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1962, Síða 13

Kirkjuritið - 01.02.1962, Síða 13
Sigurbjörn Einarsson, biskup: Tröllska — mennska ÚtvarpsrœSa á vegum Stúdcntafél. Rvíkur 1. des. 1961. Eitt ævintýri Andersens heitir „Hið ótrúlegasta“; Sá, sem gat gert það, sem er ótrúlegast, átti að fá kóngsdótturina og hálft kóngsríkið. Og auðvitað verða margir til þess að reyna. Þar á meðal er ungur maður, sem hefur smíðað merkilega klukku. Hverju sinni sem hún sló kom fram einhver vera eða mynd, sem sýndi á táknrænan hátt gildi þeirrar stundar, sem yfir stóð. Og allir undrast og segja: Þetta er dásamlegt, þetta er hið ótrúlegasta. En þá kemur stóreflis risi með lieljar- mikla sleggju og mölvar klukkuna. Og risinn lilær trölla- hlátri og segir: Yar það ekki ég, sem gerði hið ótrúlegasta? Og allir samsinna því, allir segja einum rómi: Jú, þetta var stórkostlegt, þetta var ótrúlegast af öllu. Þannig fór þessi saga — ekki rétt vel, ef hún væri ekki lengri en þetta. En að svo búnu liefur skáldið liæft það mark, sem það miðar á, eins og endranær löngum. Hvað gengur í augu, hvað vekur hrifningu, aðdáun? Magn eða eigind, stærð eða gæði, afl eða vit, tröllsleg undur eða hlátt áfram mann- eskjuleg háttsemi? Hafi verið tímabært að hugleiða slíkt fvrir hundrað árum, þá mun það æði brýnt nú, á öld hinnar undur- samlegu tækni, sem hagur okkar lýtur og e. t. v. hugur okkar h'ka framar en okkur varir og örlög okkar um fram það, sem gott er — eða svo gæti farið. Og eins og stendur er mannkyn að lifa þá sögu, að það er verið að keppa um „hið ótrúlegasta“, með þau verðlaun að miði að eignast ríkið, lieimsríkið, hnött- inn okkar og helzt jafnvel nokkra hnetti í viðbót. Við erum áhorfendur að þessari keppni og mjög gagnteknir áhorfendur. Þar liefur þegar komið fram mikið hugvit, víst er um það, en

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.