Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1962, Side 15

Kirkjuritið - 01.02.1962, Side 15
KIRKJURITiÐ 61 hún bjó yfir leyndarmáli. Það var í lienni ósýnilegur andi og liann reis upp og laust tröllið í rot. Umgjörðin fór í niola, en andinn ekki og andinn sigrar. Barnaleg sögulok. En þetta er boðskapur liins vitra og göfuga skálds. Hann er í rauninni að minna börnin — og aðra lesendur — á það ævintýri, sem við Vesturlandabúar liöfuni numið, þá trú, sem við liöfum stuðzt við, að mennskan eigi ósýnilegt baklijarl, að lirammur og sleggja hrósi ekki sigri, að ögranir og yfirburðir aflsmuna séu hverfulir og hrifning yfir þeim skammsýn og skammvinn, að þeir lilutir séu til, sem enginn fordæðukraftur vinnur á, andleg verðmæti, sem ekki eru tæk á þær vogir, sem meta þyngd og magn og ytri yfir- burði, en verða ekki lamin niður af því að þau eru eilíf. Þetta ævintýri, þessi trú, hefur verið lífsfrymið í evrópskri liugsun og menningu. Hún fékk góða næringu frá Hellas, en veigur- inn er kominn frá fanganum dauðadæinda, sveitamanninum, eins og smekkmönnum á mál liefur þótt gott að nefna hann í vansæmdar skyni, manninum frá Nazaret, sem stóð frammi fyrir þeim volduga, glæsta manni, umbjóðanda einvaldans í guðatölu, Pontiusi Pílatusi, og sagði lágt og stillt: Mitt ríki er ekki af þessum lieimi. Hver, sem er sannleikans megin, heyrir mína rödd, en mitt ríki er ekki af þessum lieimi, því hef ég enga hermenn, hvorki menn né tröll, ekki einu sinni engla. Þitt vald er algert í þessum lieimi, það vald sem styðzt við linútasvipur og lilekki og nagla og öskur í ærum lýð, sem snilhlin er búin að trvlla, minn vanmáttur er jafnalger gagn- vart öllu þessu, allt til Golgata, þar sem þessi heimur endar í bili. Já, hann var óbrotinn sveitamaður, Jiessi maður frá Nazaret. Kannski var Jiað þess vegna sem hann líkti ríki sínu, óájireif- anlegu, allslausu ríki, við mátt gróskunnar, líkti því við svo sveitaleg fyrirbæri sem frækorn í mold, mustarðskorn í garð- beði, súrdeig í mjöli. E. t. v. var það af öðrum dýpri orsökum. Eitt er víst: Sá hrammur, sem sló hann, er horfinn af sviði, Pílatus er aðeins skuggi, marklaus og enda meinlaus rökkur- vofa, en allsleysi fangans varð auður álfu vorrar í tvö þúsund ár. Hinzt að baki allrar vissu um Jiað, að hið sanna, rétta, góða eigi framtíðina, að andinn eigi síðasta leikinn í tafli, er vissa hans, mynd lians. Dýpst að rótum allra drengilegra

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.