Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1962, Síða 32

Kirkjuritið - 01.02.1962, Síða 32
78 KIRKJURITIÐ loftið var honum jafnframt heimur minninganna um Sigurð málara, Jón Árnason og sitt hvað fleira, sem geymdi gamla sögu, sem nú er farin mörgum að fyrnast. En Dómkirkjan var honum einnig nátengd að öðru. Um margra áratugi var hann einn kirkjuræknasti borgari Reykja- víkur. Þar sat hann í sæti sínu langflestar guðsþjónustur ársins. Um 37 ára skeið sat liann í sóknarnefnd Dómkirkjunnar. I Kirkjuráði sat hann um skeið, og að öðrum kirkjumálum kom liann einnig. Hann var frjáls í afstöðu sinni til trúarlærdómanna, trúmað- ur mikill og víðsýnn. íslenzk menning lá honum í meira rúmi en allt annað, og hann leit svo á, að kristin menning væri þjóð vorri sálfræðileg og söguleg nauðsyn. Trúararfurinn talaði dag- lega til lians í þjóðminjasafninu. Þar töluðu gripirnir til hans um þann trúarlega menningararf, sem kirkjan liefur varð- veitt um aldir. Þess vegna unni hann kirkjunni og rækti stöð- ugt guðsþjónustur liennar og helgihald. Matthías þjóðminjavörður hlaut margvíslegan sóma í heið- ursmerkjum og nafnbótum. En verðleikar lians fóru langar leið- ir fram úr virðingartáknum og lieiðursmerkjum. tslenzk kirkja og þjóð minnist lians sem eins hins bezta manns samtíðarinnar, og það fyrir margra hluta sakir. Hann viríVist hugarburSur cn er þó fulltrúi tveggja þriðju hluta mann- kynsins. Hann hýr í kofarægsni. Er hvorki læs né skrifandi. Gengur aldrei heill til skógar. Vinnur allt að því fimmtán stundir ó dag. Hann á ekk- ert í landinu, sem hann erjar. Bæði liann og fjölskylda hans þjáist næst- um alltaf af hungri. Hann deyr áreiðanlega fyrir aldur fram. Samt her hann þá von í hrjósti að börnum sinum vegni lietur, að þau verði Iiraust og öflug, læs og skrifandi, komist vel af og njóti frelsis og sjálfstæðis i friðsamri veröld. Þannig er fjöldanum farið í þessuni lieimi nú á dögum. — The W'esleyan Yontli. Heilhrigðin er höfuðdjásn þess, sem hrnustur er, en það sér enginn né skilur nenia sá, sem er sjúkur. — Egypzkt máltæki.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.