Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1962, Síða 49

Kirkjuritið - 01.02.1962, Síða 49
KIRKJURITIÐ 95 að mað'urinn er sjálfum sér ónógur og finnur til ábyrgðar sinnar gagn- vart lifinu — er raunar í sifelldri leit að ljósinu, sem liann liefur ineira og minna glatað í iðu verald- arinnar — cinmitt nú á dögum. Þetta er ein af þeim bókum, 6em manni þykir nauðsyn bera til að lesa oftar en einu sinni. GRAFIR OG GRÓNAR RÚSTIR e/íir C. W. Ceram. 310 Ijósmyndir. 16 litmyndir. Björn O. Björnsson þýddi. Bókaforlag Odds Björnssonar. Heitið segir glöggt til um efnið. Hér er skýrt frá sumum merkustu fornleifafundum nútímans, sögu leiðangranna og gildi menjanna, sem grafnar bafa verið úr jörð víða um heim. A þessum sviðum sem öðr- um bafa gerzt stórmiklir viðburðir og hulunni svipt af einum leyndar- dómnum eftir annan síðustu áratug- ina. Lesmálið er sem víður og djúp- ur fróðleiksbrunnur. Myndirnar þó enn forvitlegri, fegurri og áhrifa- meiri. Skennnst frá því að segja, að þetta er meðal vönduðustu og eigulegustu bóka, sem út bafa kom- ið hér, þótt líkar „skraut“-bækur gerist all tiðar. Efnið er í fimm bókum, en þeim skipt í 18 kafla. Nefni rétt fáeina. Klassísk fornleifafræði. — Egypzka sfinxin. — Ráðning fleygletranna. — Fyrstu sagnir af Mexíkó. — Borgir í frumskógi vaktar af aldasvefni. Séra Björn O. Björnsson liefur orðið að leggja á sig mikið erfiði við þýðinguna, seni virðist vandvirknis- lega af hendi leyst. Rétt sem sýnishorn þess hvað'a fræðslu iná fá í bókinni, birti ég bér frásögn um syndaflóðið, sem fundist hefur á fleygleturstöflum. Það sem ég hafði á hana hlaðið, var öll uppskera ævi minnar; ég lét inn stíga í örkina alla fjölskyldu mína og ættingja, dýr merkurinnar, skepnurnar úr haganum . . . Ég gekk inn í skipið og læsti dyrunum . . . Þegar dögunin unga brá upp birtu sinni, steig upp svart ský frá undir- stöðum himinsins . . . Allt, sem bjart er, umsnerist í diniinu, bróðir sá ekki lengur bróður sinn . . . Guð- irnir skelfdust við flóðið . . . í sex daga og sex nætur geisaði vindur og flóð, fellibylur undirokaði land- ið. Þegar sjöundi dagurinn rann upp slotaði fellibylnum . . . Flóðinu lauk. Ég sá sjóinn, rödd hans var þögnuð, og mannkynið allt orðið að leðju . .. Að Nítsír-fjalli kom skipið, Nítsír- fjall hélt skipinu og lét það ekki lengur haggast . . . Þegar sjöundi dagurinn kom, sendi ég út dúfu . . . Ég hygg, að þessi bók verði lengi í góðu gildi. G. Á.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.