Kirkjuritið - 01.11.1962, Page 6
KIRKJURITl-Ð
388
staður né stund til þess að ræða það nánar, en oft liefur það
sannanlega valdið misrétti gagnvart einstaklingum, ýfingum
milli þjóna kirkjunnar og einstakra ráðherra, að ekki sé
minnzt á yfirgang flokksvalds um eignir kirkjunnar.
Hið þriðja ánauðarverk, sem kirkjan þarf að óttast og vera
við búin að hrinda af sér, kemur ekki utan frá, lieldur innan
að. Það er vaxandi íhlutun ókirkjulegs almennings, sem þó
heyrir kirkjunni til, um innri mál hennar. Hefur það eink-
um komið fram í prestskosningum og valdið því, að víða er
hreyfing fyrir því, að takmarka þær eða afnema jafnvel með
öllu.
Hið fjórða, sem orðið gæti kirkjunni óbærilegt ok, er skiln-
ingsleysi kirkjunnar manna sumra á sameiginlegri ábyrgð
kirkjunnar, bæði inn á við og út á við. Hún er allslierjar
kirkja, sameiginleg andleg móðir flestra landsins barna, ekki
aðeins ríkiskirkja heldur og þjóðkirkja, og einstakir hags-
munaliópar geta ekki með góðri samvizku skorazt undan að
rækja þegnlegar skyldur við það sjónarmið.
Það er gegn þessari fjórföldu hættu um nýtt ánauðarok, að
kirkjuþing var á sínum tíma lögfest. Það er gegn þessari fjór-
földu hættu, sem kirkjuþingi ber að standa. Því ber að standa
vörð um frelsi kirkjunnar gagnvart ríkisvaldi og flokksræði,
gegn annarlegri íhlutun og eiginhagsmunasjónarmiðum.
Þjóðin hefur í krafti evangelisk-lútherskra sjónarmiða áunn-
ið sér ýmÍ8S konar frelsi: samvizkufrelsi, skoðanafrelsi og trú-
frelsi, ennfremur verzlunar- og stjórnfrelsi. En fullkomið
kirkjulegt frelsi á hún enn eftir að öðlast.
Á þeim vegi, sem liggur til fullkomins frelsis kirkjunni til
handa, er fjárhagslegt sjálfstæði einn þýðingarmesti áfanginn.
Um kirkjuna gildir hið sama og um flesta einstaklinga, að
fár eða enginn er fullkomlega frjáls, ef háður er fjárliagslega
öðrum.
Og á þeim vegi, sem liggur til frelsis, eru líka ásteytingar-
steinar, sem kirkjan á sjálf sök á. Kemur þar einkum til skort-
ur á samstilling: ósamkvæmni annars vegar í kenningu, sund-
urþykkja hins vegar í samþykktum um framkvæmd ýmissa
mála. 1 því efni gætum vér, kirkjunnar menn, lært af stjórn-
málamönnum vorra tíma: að deila innan flokks án þess að
láta ágreininginn koma fram út á við.