Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 9
KIRKJURITIÐ
391
Nú segja menn raunar, að á þessum grundvelli sé hægt að
starfa án þess að leggja kirkjulegan boðskap til grundvallar.
Fyrir því má að vísu færa nokkur rök, en þó gefa atburðir
síðustu áratuga ástæðu til alvarlegra hugleiðinga í því sam-
bandi. Þegar stjórnendur hafa losað sig við hin kristnu við-
horf um rétt einstaklingsins og skyldur við hann, er það ekki
lengur markmiðið að koma öllum til nokkurs þroska, heldur
að ala sér upp trygga hjörð, þó að jafnvel þurfi að útrýma öðr-
um.
Hér skal ekki fjölyrða meira um þá hlið málanna, þó að
hún sé allrar athygli verð og víst eigi menn að vita hvar helzta
trygging fyrir almennum mannréttindum er. Um liitt var ætl-
unin að ræða livernig íslenzkt kirkjulíf liorfir við okkur hvers-
dagslegum mönnum, eins og á stendur í dag.
Það, sem e. t .v. skiptir mestu í sambandi við hamingju manna
og allan famað er lífsskoðunin. Það er lífsskoðunin sem ræður
því, hvað maðurinn vill og að hverju liann stefnir. Þetta er við-
urkennt í verki með því m. a., að fela þjóðkirkjunni ákveðið
hlutverk í uppeldismálum. Prédikunarstarfið á svo að halda
því verki áfram, sem þar er unnið.
Menn greinir á um trúarskoðanir, líka innan íslenzkrar þjóð-
kirkju. Svo hefur lengi verið. Nægir þar að nefna sálmabók
Magnúsar Stephensens og átökin um liana. Það er fyllilega
eðlilegt að þar sé skoðanamunur. Hins vegar mætti ef til vill
viðurkenna það dálítið frjálslegar en stundum virðist vera og
þá jafnframt ræða hispurslaust skoðanalegan ágreining. Það
er ekki hægt að slá því föstu fyrirfram, að annar hvor þurfi
endilega að hafa rangt fyrir sér, en hinn sitji upp með alla
vizku og allan sannleika.
Hins vegar má ekki leggja of mikla áherzlu á það, sem á
willi ber. Bak við mismunandi trúarskoðanir liggur sama lífs-
skoðunin, kristin og kirkjuleg lífsskoðun. Hana á kirkjan fyrst
°S fremst að efla og rækta. Upp af henni mun svo trúarlífið
groa með nokkurri tilbreytni í skoðunum og skilningi á ein-
stökum atriðum.
Mér virðist að tvö séu meginatriði í kirkjulegu uppeldisstarfi
á íslandi. Annars vegar er boðun kærleikans og á þeim grund-
velli ræktun samúðarinnar. Það er undirstöðuatriði í kristinni
lífsskoðun að þýðingarmesta og fyrsta skilyrði andlegs þroska,