Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 10

Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 10
392 KIRKJURITIÐ sé samúð og góðvild í annarra garð. Þetta verður seint ofmetið í mannlegu félagi. öllum er ljós þýðing þess, að því er út á við veit, gildi góðvildarinnar í samskiptum manna á milli. Hitt er ekki víst, að öllum sé jafn ljóst, livers menn missa sjálfir, ef hugur þeirra fyllist öfund, andúð og óvild, í stað lilýrrar sam- úðar, en sízt mun það þó vera minna vert. Það er einmitt á þann hátt, sem liamingja manna, sálarfriður og sálarheill, er brotin niður innanfrá oft og einatt. Þangað má oft rekja al- varlegar geðtruflanir og andlega bilun, ófarsæld og heilsuleysi. Það er grundvallaratriði trúarkenninganna, að utan og ofan við manninn séu voldug áhrifaöfl, sem vilji og geti gripið inn í líf lians og liaft þýðingu fyrir liann með beinum álirifum. Mismunandi em að sjálfsögðu hugmyndir manna um þessi öfl, en margir trúa því, að þau séu til, bæði góð og ill. öllum trúmönnum kemur saman um það, að gildi og þýðing trúar- lífsins eigi m. a. að vera það, að ná sambandi við góð, vernd- andi öfl sér til þroska, styrktar og farsældar. Þar er annað meginatriði kirkjulegs starfs. Hér er komið að því, sem ætti að vera öllum ljóst og ríkt í huga við allar guðsþjónustur og allar kirkjulegar athafnir. Allir, sem þar koma, eiga að hjálpast að við að tengja líf sitt og annarra, áhrifum góðra verndarafla. Flestir munu vita, að sá geðblær, sem skapast, þar sem menn koma saman, skiptir talsverðu. Ræðumenn vita hver munur er að tala yfir fólki eftir því í hvernig liug það hlustar. Leikarar liafa sömu sögu að segja. Yanir fundarstjórar liafa líka hliðstæða reynzlu. Þegar hugirnir sameinast, verða álirifin sterkari og liver einstakur mótast af sameiginlegum geðhrifum, hrífst með og berst með straumnum. Ef til vill er þetta livergi greinilegra en stundum við kirkjulegar athafnir, þar sem söfnuðurinn sameinast í bæn, t. d. fyrir litlu barni, sem fært er til skírnar, eða látnum félaga, sem borinn er til grafar. Á slíkum stundum grær samúðin og góðvildin í hjörtunum, og oft lyfta þær líka lmga ýmsra yfir hégóma og fánýti, sem stundum nær að byrgja sýn til þess, sem raunar er meira vert. Og hér er þá komið að kjarna málsins. Að liverju stefnum við? Til hvers er lifað? Hvað hefur kirkjan að segja um það? Víst er okkur kennt að biðja um vort daglegt brauð og það sagði Lúther að væri allt, sem þyrfti til fæðslu líkamans og

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.