Kirkjuritið - 01.11.1962, Page 22

Kirkjuritið - 01.11.1962, Page 22
404 KIRKJURITIt) mitt liliðstæð skýring þess, að maðurinn og náttúran hefur orðið til. Guð er andi, sem menn hugsa sér að hafi verið til frá upphafi. Slíkt er að sjálfsögðu lireint trúaratriði og þar af leið- andi ósannanlegt í venjulegri merkingu. En bíldæmið blekkir þá eina, sem kryfja það ekki til mergjar. Þá finnst mér á hinn bóginn engu síður undarlegt, livað margir þykjast reiðir yfir andstöðu manna úti í löndum gegn kristnum dómi og þeirri harðleikni, sem kirkjan á þar sums staðar við að búa. Ekki svo að skilja að því sé hælandi. Þótt það sýni lífsafl kristindómsins, að liann verður ekki frekar kveðinn niður nú en í fyrstu, livaða brögðum sem beitt er. Það skrítna er, að þessir hneyksluðu menn, sem ég lief í liuga, virð- ast ekki liafa liug á að lireyfa liönd eða fót til viðhalds og efl- ingar kristninni hér á Islandi. Þeir sjást sára sjaldan eða aldrei í kirkju, og styðja ekki safnaðarlífið á nokkurn liátt svo vitað sé. Kristindómurinn getur liæglega kulnað út allt í kring um þá — og sennilega í þeirra eigin sál líka — án þess að þeim bregði, eða þeir verði þess eiginlega varir. Þeir eru með hug- ann svo langt í burtu. Þetta er háskinn hér á landi. Kaþólska kirkjuþingiS Kirkjuþingið í Stokkliólmi 1925 var einn af liöfuðviðburð- um þessarar aldar. Allt frá því í frumkristni hafa lærisveinar Jesú Krists aldrei sýnt aðra eins löngun og viðleitni og þá, til að taka liöndum saman og sameinast í kærleika til Guðs og manna. Forystumaðurinn, Natan Söderblom, sá og sýndi, kristið liugarfar er öllum játningum æðra og kristin breytni mikilvægari en nokkrir dýrkunarsiðir. Sundrung kirkjudeild- anna er ókristileg í sjálfri sér og heiminum háskaleg. Rómversk kaþólskir menn sátu hjá er það kirkjuþing var lialdið. Þessi elzta og stærsta kirkjudeild hélt að sér liöndum og bauð í mikillæti sínu hinum deildunum aðeins upp á sam- runa við sig, ef um nokkra einingu kristinna manna ætti að vera að ræða. Síðan liefur margt gerzt, m. a. annars geisað ný lieimsstyrjöld og ókristnar þjóðir orðið miklu valdameiri en áður. Allir kristnir menn skilja og finna í dag, að þeir eiga að vera eitt. Það er þeirra frumskylda. Og þes? er nú brýnust þörf- in, eins og heimsmálunum er háttað.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.