Kirkjuritið - 01.11.1962, Qupperneq 25
KIRKJURITIÐ
407
oss oft erfitt að leita eftir helgandi áhrifum og veita þeim
inn á heimili vor. Bænin er einn af farvegum slíkra áhrifa og
börnum er víðast livar kennt að hafa þær um hönd. En það
er mikilvægt fyrir hvert það lieimili, þar sem kristinn andi á
að ráða ríkjum, að fjölskyldan eigi sjálf sameiginlegar bæna-
stundir sem oftast. Stutt borðbæn fyrir máltíð, þegar allir
spenna greipar og hneigja höfuð, getur haft sitt að segja til
að skapa helgandi andrúmsloft á heimilinu. Ekkert helgar
heimilið eins og bænin, og það getur haft óafmáanleg áhrif á
unga og gamla, þegar beðið er sameiginlega, Guði þakkaðar
gjafir lians og honum flutt lofgjörð. Mér eru ógleymanlegar
helgistundirnar við máltíðirnar á sænsku prestssetri, sem ég
dvaldizt á nokkra daga liaustið 1959, og ég er sannfærður um,
að þ ær liafa haft sín miklu áhrif á börnin og átt sinn mikla
þátt í að skapa kristinn anda á heimilinu. Hvað getur skapað
slíkan anda á heimilinu fremur en bænin? „Ég og mínir ætt-
menn munum þjóna Drottni“, sagði hinn forni guðsmaður í
Israel. Getum vér þjónað Drottni á heimilum vorum án þess
að biðja og styðja oss þannig við þá liönd, sem er sterkari vorri
eigin?
Sjálfsagt hafa margir foreldrar hugsað eins og barnríkir for-
eldrar, sem sögðu: „Eftir því sem börnunum fjölgaði, fund-
um við, að við gátum ekki risið ein undir hlutverki okkar.
Við hlutum að leita hjálpar Guðs“.
Vér njótum allir beinna eða óbeinna kristinna áhrifa á heim-
ilum vorum, en í önnum nútímalífsins, þegar allir eru að flýta
ser, er ekki tími til bæna og oft er hætt við árekstrum og að
heimilisfriðurinn spillist. Hinn kristni andi lieimilisins á fyrst
°g fremst að sjást af þeim anda friðar og fyrirgefningar, sem
þar ríkir. Heimilismenn taka hver öðrum sem bræðrum, taka
tillit til annarra, umbera hverjir aðra og eru ætíð reiðubúnir að
fyrirgefa liver öðrum. Skortir ekki einmitt á þetta á svo mörg-
uni heimilum, og þurfum vér ekki einmitt að leiða bænina til
básaetis á heimilum vorum, til þess að þau einkennist í raun
°g sannleika af kristnum anda, anda friðar og fyrirgefningar,
°g verði helgir staðir.
Að sjálfsögðu er livergi eins auðsæ sú breyting, sem verður
við tilkomu kristinna álirifa og í þeim þjóðfélögum, þar sem
heiðnin ltefur verið ríkjandi afl. Til þ ess að sýna þær stór-