Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 31

Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 31
KIRKJURITIÐ 413 er hœgt að segja, að mörg börn gangi til altaris, áður en þau ferniast, en þau eru þó nokkur. Að jafnaði reiknum vér með því, að börn á aldrinum 6 til 12 ára komi eingöngu með for- eldrum sínum. Eldri börnum veitum vér einnig viðtöku, þótt þau séu ein, en um það eru engar ákveðnar reglur til. Margir þeirra, sem á barnsaldri liafa gengið til altaris, en eru nú komn- ir á fullorðins ár, bafa látið það í ljós, að það liafi verið þeim til góðs, að þeir gengu til altaris meðan þeir enn voru á bernsku- skeiði. Með því móti varð altarisgangan alveg sjálfsagður þátt- ur í lífi þeirra og ávallt litið svo á, að kvöldmáltíðin stæði í nánu sambandi við skírnina. Ég er þeirrar skoðunar, að það mundi vera til góðs, ef altarisgöngur barna yrðu almennar“. Þetta segir Poul Schou, prestur í Álaborg. Þegar barnið er skírt, þá keniur Guð til þess með gjafir sín- ar. Hann endurfæðir, veitir því sína náð og blessun. Á sama hátt er það með kvöldmáltíðina. Þar kemur Guð til vor og veitir oss næringu fyrir bið nýja líf. Þýðing sakramentanna er eingöngu komin undir þeim gjöfum Guðs, sem þau miðla oss. Hlutur vor er einungis að taka á móti þeim. Þannig hlotn- ast barninu blessun skírnarinnar, án þess að það uppfylli nokkur skilyrði nema að veita lienni viðtöku. Og liin sama hlýtur afstaða vor að vera til altarissakramentisins. Ekkert getur gert oss verðuga að ganga inn til þeirrar gleði lijá Drottni, sem altarisgangan felur í sér. Og það er ekkert, sem gerir oss bina fullorðnu hæfari umfram börnin til altarisgöngunnar. Hið eina nauðsynlega til þeirrar göngu er þörf eftir samfé- laginu við Guð og löngun eftir að liljóta hlutdeild í gjöfum hans: fyrirgefningu syndanna, styrk í trúnni og líf með Guði. Altarisgöngur eru ekki tíðar í vorri kirkju og börnin ganga alb ekki til altaris, fyrr en þau fermast. 1 kristnu umhverfi er það rétt og skylt að skíra börnin, en undir eins og þau koma til vits og ára ættu þau að ganga með foreldrum sínum til altaris. Þau þurfa engu síður en binir fullorðnu að liljóta næringu fyrir það líf, sem Guð befur í skírninni tendrað í björtum þeirra — og þá næringu fá þau meðal annars við borð lífsins í binni stóru fjölskyldumáltíð allra kristinna manna. Svo bar við í kirkju einni í Danmörku meðan á altaris- göngu stóð, að 8 ára drengur gekk rólega, en ákveðið, upp að altarinu og kraup þar á rnilli foreldra sinna, sem einmitt voru

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.