Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 33

Kirkjuritið - 01.11.1962, Síða 33
Sr. Jakob Jónsson: Norrænn prestafundur í Sandafirði Laugardaginn 11. ágúst koraum við séra Þorgrímur Sigurðs- son fljúgandi til Osló, og urðum vel reiðfari frá Reykjavík. Lítið sáum við af Osló, því að tekið var að dimma og rign- ingin eins og liellt væri úr fötu. Annars er Osló sérkenni- leg borg vegna liins fagra útsýnis frá liæðunum, sem rísa í út- jörðum bæjarins. Við liöfðum gert boð á undan okkur, en eng- inn fulltrúi var sjáanlegur frá hinu norska prestafélagi. Ritari félagsins, séra Tron Tronsen, var þegar farinn til Sandafjarð- ar (Sandefjord), þar sem halda skyldi liinn norræna presta- fund næsta inánudag, 13. ágúst. — Náðum við símasambandi við Tronsen, sem bauð okkur gistingu í Sandafirði, og skyld- um við koma þá þegar um kvöldið með lestinni. — Brá okkur injög við, eftir liina vökru flugvél, og fannst sem lestin ætlaði að hrista úr okkur líftóruna. Sál og líkami héngu þó saman, þegar til áfangastaðar kom. Þar tók Tronsen á móti okkur opnum örmum, og fór með okkur rakleitt á Park Hotel, sem kvað vera eitt af fínustu gistihúsum í Norður-Evrópu, og hjuggum við þar eins og greifar í bókstaflegum skilningi þess orðtækis. Fengum við stórt svefnherbergi, setustofu með vönd- uðum húsgögnum, og auk þess bað og snyrtiherbergi. Var okkur tjáð, að íbúðin væri ætluð sérstökum heiðursgestum hóteleigenda, og væri ein af þrem eða fjórum slíkum. Fannst okkur séra Þorgrími mikið um þvílík virðingarmerki í okkar garð, skrifuðum þetta á reikning hinnar íslenzku þjóðar í lieild, °g skoðuðum það sem eitt táknið af mörgum um velvild frænda okkar, Norðmanna. Yfir helgina fengum við gott tækifæri til að skoða staðinn, sækja kirkjur og búa okkur undir fundinn,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.