Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.11.1962, Blaðsíða 37
KIRKJURITIÐ 419 formaður liins sænska prestafélags. Aðrir á pallinuni voru for- maður danska prestafélagsins, séra Eilschou Holm, formaður hins finnska, próf. Nikolainen, og undirritaður af íslendinga hálfu. Nokkrir menn aðrir tóku einnig til ináls. Bar margt á góma, t. d. námskeið til gagnkvæmrar kynningar á guðfræði- legum og kirkjulegum hreyfingum, ,,sabbatsár“ presta, þ.e.a.s. ársfrí á vissu millihili til dvalar í Gyðingalandi, prestaskipti milli landanna, Danir eiga hús í Rómaborg, þar sem þeir töldu, að aðrir norrænir prestar ættu einnig að geta dvalið tíma og tíma. Dr. Hassler stakk upp á samnorrænu tímariti lianda prestum. Undirritaður benti á það í umræðunum, að Færeyj- ar liefðu þá sérstöðu, að Jieirra prestafélag ætti einnig að vera aðili að hinum norrænu prestafundum sem sjálfstætt félag. Nokkuð var komið inn á samstarf prestafélaganna við félagið ?,Norden“, og loks kom fram uppástunga um })að, að sérstök prestaköll tækju upp sama siðinn og Jiau bæjarfélög, er ættu sér sérstaka vinabæi í öðrum Norðurlöndum. 1 Jiessum umræðum var einnig rætt uni fyrirkoinulag liinna norrænu prestafunda í framtíðinni, en millifundanefndin, sem skipuð er fulltrúum frá öllum norrænum prestafélögum, hefur á prjónunum nýjar tillögur um Jiað efni. Verður það og lilut- verk Jieirrar nefndar, ásamt félagsstjórnunum, að vinsa úr hin- um mörgu liugmyndum, og álcveða, liverjar séu líklegastar til að verða til gagns, og Jiá livernig. Hvað fundina sjálfa snertir, má t. d. búast við því, að þeir færist meira í það liorf að verða að hálfu prestskvennafundir, svo framarlega sem samtök þeirra fallast á Jiá samvinnu. Bæði í gamni og alvöru hefur einnig verið rætt um sérstakar ráðstafanir vegna prestsbarnanna, sem oft eru í för með foreldrum sínum um Jmð leyti árs, sem fundirnir eru haldnir, ef sumarleyfið er sameinað ferðinni til norræna fundarins. Fundurinn stóð frá 13.—16. ágúst, að háðum dögum með- töldum. — Þegar liann hófst, var lokið vist okkar séra Þorgríms á Park Hótel, og fluttum við þá á einkalieimili í bænum, og var síöur en svo í kot vísað. Nutum við allir liinnar beztu gestrisni. Undirritaður gisti lijá Anders Jahre, sem býr uppi á A.snum, er gnæfir yfir landið umhverfis, eins og Jalire sjálfur gnæfir yfir athafnalíf Sandafjarðar. Höfðu þau hjón bæði heimsótt ísland, og kváðust eiga liéðan hinar ánægjulegustu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.