Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1964, Page 15

Kirkjuritið - 01.01.1964, Page 15
Hulinn kraftur (ViStal). Inni í litla herberginu hennar Jórunnar okkar, eins og við köllum liana hér í sveit, angar af gamalli tíð. Á rúminu lienn- ar er salons-ofin ábreiða í sauðarlitum, sem hún óf sjálf, þegar hún var ung stúlka. — Þessa ábreiðu vann ég að öllu leyti sjálf, fyrst tók ég ofan af ullinni, síðan kembdi ég og spann. Pabbi óf fjarska mikið og hann kenndi mér að vefa. Og liér er gamli söðullinn minn. Ég átti stundum hesta, sem mér þótti fjarska vænt um, og kom þeirn fyrir í fóður á vetrum. Seinast kom ég á hestbak, þegar ég var 65 ára. En ég vildi ekki láta söðulinn minn fara forgörðum, svo að Kristján systursonur minn breytti honum í stól. — Þú hefur átt lieima í Mosfellssveit alla tíð? — Já, að 5 árum undanskildum. Ég er fædd í Vilborgarkoti í Mosfellssveit 17. nóvember 1891. Foreldrar mínir voru Vilborg Jónsdóttir og Halldór Jónsson. Þau voru systrabörn, frá Hrauni í Ölvusi. Seinna keypti Gunnar í Von Vilborgarkot. Það er beint á móti þar, sem nú er Gunnarshólmi. Bæjarrústirnar sjást enn greinilega. — Margt liefur brevtzt, þó að rústirnar standi. — Skemmtilegasta verk, sem nú er horfið úr sögunni, þótti mer að mjólka ær í kvíum. Ég hafði alltaf svo miklar mætur a anum, kýrnar þóttu mér ekki eins skemmtilegar. Þegar ég var ung, liét húsið þar sem eldavélin stóð, kokkhús, en lilóðirnar voru í eldliúsinu. Nú höfum við lagt þetta gamla lánsorð niður. Þú hefur verið tryggur kirkjugestur um dagana.. Fyrsta skipti, sem ég fór í kirkju man ég enn. Þá var ég a 4. árinu. Pabbi reiddi mig fyrir framan sig. Skrýtið þótti mér að sjá prestinn standa í prédikunarstólnum, og var sízt að skilja llvernig liann hefði komizt upp í liann, því að ég sá ekki dyrnar á honum. Þess vegna einsetti ég mér að taka vel eftir,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.