Kirkjuritið - 01.01.1964, Side 22
Séra Magruis GuSmundsson, Setborgi:
Evangeliska kirkjan í Austurríki
Áttunda sunnudaginn eftir trinitatis árið 1522 prédikaði Páll
Speratus, einn hinna dyggu aðstoðarmanna Marteins Lúthers,
í kirkju heilags Stefáns í Vín, en svo nefnist dómkirkja róm-
versk-kaþólskra í borginni. Speratus var á ferð í liöfxiðborg
Austurríkis og notaði tækifærið til að vinna fyrir málefni lútli-
ersku siðbótarinnar.
Hann flutti ósvikinn evangeliskan boðskap og sagði meðal
annars, að sérhver kristinn maður hlyti og ætti að lifa Guði til
dýrðar. En Speratus lagði á það megináherzlu, að syndarinn
réttlættist ekki fyrir Guði af góðum verkum, heldur af trúnni
einni saman. Speratus er ekki aðeins kunnur sem andríkur pré-
dikari, lieldur einnig sem höfundur liins volduga siðbótarsálms:
„Frá liimni háum er sonur Guðs kominn til vor“.
Þessi skorinorða prédikun lians í dómkirkjunni í Vín hafði
tilætluð álirif. Rit Lútliers urðu mjög eftirsótt og mikið lesin
í Vín og nágrenni. Það olli svo óróa og kvíða lijá kirkjustjórn
rómversk kaþólsku kirkjunnar. Rúmu ári eftir að Speratus
flutti prédikun sína bannaði Ferdinand keisari 1. dreifingu og
lestur rita Lúthers í Austurríki.
Ekki leið á löngu, unz trúvillingar voru brenndir á báli í
landinu. Hér er átakanleg lýsing sjónarvotts á einum slíkum
harmleik. Klukkan er sjö að morgni í litla landamærabænum
Schárding. Hópur manna stendur umhverfis bálköstinn, og
dauðakyrrð ríkir. Þarna keinur píslarvotturinn, rólegur og
auðmjúkur í fasi, en bjart er yfir svip hans. Einn af vinum
hans hvíslar nokkrum huggunarorðum að lionum. Þá hrópar
liann: „Ó, Kristur, þú verður að þjást með mér. Ó, Kristur, þú
verður að hughreysta mig, annars er ég glataður“. Þá kveður
hann sína nánustu og áminnir þá um að hefna sín ekki á neinn