Kirkjuritið - 01.01.1964, Síða 26
KIIIKJURITIÐ
20
kirkjan vaxift' um 40%. Engin önnur minnililutakirkja í Evrópu
getur státað af þvílíkri aukningu meðlimafjölda síns.
Hvernig stendur á þessari aukningu? Það er margt, sem kem-
ur til. Hreyfing, sem hafði það að markmiði að losa um tengsl
Austurríkismanna við rómversku kirkjuna, Die Los-von-Rom-
Bewegung, hallaðist æ meir á sveif með evangeliskum mönnum
og liafði mikla þýðingu fyrir evangelisku kirkjuna. Á þann
liátt bættust evangelisku söfnuðunum um 130.000 meðlimir.
Árið 1934 bættust evangelisku kirkjunni 25.140 meðlimir, þar
af höfðu 17.551 verið sósíalistar utan trúfélaga. Þegar ríkisstjórn
Dolcfuss reyndi að koma á þvingunarlögum sínum í trúarefn-
um, vildi þessi fjöldi heldur vera evangeliskur en rómversk
kaþólskur. Á yfirráðaskeiði nazista gengu fjölmargir SS-menn
og SA-menn úr kirkjunni ásamt fjölskyldum sínum, en á sama
tíma gengu 27.262 Þjóðverjar og Austurríkismenn í kirkjuna.
Og loks á árunum eftir stríð liafa ekki færri en 60.000 flótta-
menn, sem orðið liafa eftir í Austurríki, bætzt við evangelisku
kirkjuna þar. Þannig hefur tala evangeliskra safnaða vaxið um
þriðjung. Sem dæmi mætti nefna Wartburg í Vín, Elixhausen
hjá Salzburg, Rosenau lijá Seewalchen, Scliwanenstadt og Mau-
erkirchen. Flóttafólkið er framtakssamt í kirkjulegu starfi, og
finnst það eigi ekki heima í Austurríki, fyrr en það hefur reist
eigin sóknarkirkjur. Nýverið var vígð hundraðasta kirkja
evangeliskra manna í Austurríki af þeim, sem reistar hafa verið
á árunum eftir stríð. Er sú kirkja í Simmering, verkamanna-
hverfi í útborg Vínar. Unnt liefur verið að reisa þessar kirkjur
vegna fórnfýsi viðkomandi safnaða, en myndarleg framlög hafa
einnig borizt frá lúthersku kirkjunum í Þýzkalandi og Svíþjóð.
Forystu fyrir þessari hjálp við austurrísku kirkjuna eins og
við aðrar minnililutakirkjur hafa félög, sem kennd eru við
Gústaf 2. Adolf Svíakonung, sem lét lífið 1632 í baráttu fyrir
málstað siðbótarinnar. 1 Austurríki er félag með sama nafni,
sem er tengiliður við féíög Gústafs Adolfs í öðrum löndum.
Nýlega var frá því sagt, að Gústaf Adolf-félagið í Austurríki
liefði á þessu ári veitt um fimm milljónum schillinga, um 8.5
millj. kr., til lijálpar liinum dreifðu og fámennu söfnuðuin
landsins. Mestur hluti þessarar fjárliæðar eða 3.5 milljónir
schillinga kom frá Gústaf Adolf-félögum evangelisku kirkjunn-
ar í Þýzkalandi. Frá sænsku Gústaf Adolf-félögunum báriisl