Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1964, Page 48

Kirkjuritið - 01.01.1964, Page 48
42 KIKKJUKITIÐ Carl Kylberg, málari, komst eitt sinn svo að oröi: „Ljós fyrirgefningarinnar vekur bjarma í sál minni. Megi mér auðnast að festa augað við það og mála þetta Ijós — sein sannast“. Aðrir listamenn leitast við að gefa list sinni annað gildi. Francisco Borés segir: „Málverk er játning á leyndarilóms- fullu máli“. Jean Dewasne heldur því fram að málverk sín séu „túlkanir opinberunar og innlífunar“. Jackson Pollock dvaldi einvistum í eyðimörkum Arizona til að grandskoða sandmál- verk Indíánanna, sem leituðu þangað til „að eiga viðræður við andana“. Henri Micliaux notar meskalin sér til örvunar. Síðan leit- ast hann í hálfgerðu meðvitundarleysi við að túlka á léreftinu þau bugbrif, sem liann verður fyrir, eftir að liafa losnað við allar ytri og innri skorður. Listasaga nútímans segir frá mörgum, sem í líkingum talað bafa lagt lífið að veði til að freista þess að skyggnast inn fyrir fortjald sálarlífsins og komast, þótt ekki væri nema örlítið brot úr sekúndu, að því, livað maðurinn er í raun og sannleika.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.