Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1964, Page 50

Kirkjuritið - 01.01.1964, Page 50
44 KlRKJURITJt) reyndist lionum frábær eifíinkona, jafnt í blíðu ofí stríðu. Mun hann liafa þakkað henni næst Guði giftu ævistarfsins. Honum var falin 1926 þjónusta íslenzku safnaðanna í byggð- unum um Mountain og Garðar. Höfðu þar áður átt sér stað um liríð allmiklir flokkadrættir og ófriður, en séra Haraldi tókst ineð prúðmennsku, 1 júflyndi og hreinleik hjartans og lægni, að koma á sættum og einingu, og þjónaði liann einn þarna sjö söfnuðum um nær 20 ára skeið, til 1945. Yoru honum falin mörg trúnaðarstörf. Hann var varaforseti Kirkjufélagsins um langt skeið og forseti þess nokkur ár. Svo var á kirkjuþinginu í Winnipeg 1945, er lialdin var 60 ára afmælisliátíð félagsins. Þá fundumst við aftur, eftir tæpan þriðjung aldar, því að þá var ég fulltrúi kirkjunnar á Islandi. Gott var að sitja þingið undir stjórn hans. Hann var þá í þann veginn að láta af prestsþjónustu í N,- Dakota. Ég kynntist þá konu hans og tveimur sonum þeirra, séra Haraldi, er átti eftir að gerast kennari í tvö ár við guð- fræðideild Háskóla Islands, og séra Eric, er varð forseti Kirkju- félagsins og sótti einnig Island heim. Frá Mountain fluttist séra Haraldur með fjölskyldu sína vestur til Vancouver á Kyrrahafsströnd og þjónaði þar söfnuði Islendinga til 1950. Þá tók hann sér nokkra hvíld að læknisráði og sótti síðan um lítið prestakall í Blaine í Washington. Enn lágu leiðir okkar séra Haralds saman hér á Islandi 1954. Þá kom liann til þess að vera við biskupsvígslu mína og flytja mér kveðjur liandan yfir hafið og biðja mér blessunar Guðs. Þá voru liðin 42 ár frá því, er við hittumst fyrsta sinni. Eftir það var séra Haraldur þjónandi prestur í 3 ár — unz heilsa og kraftar tóku að þverra. Minning séra Haralds Sigmars mun aldrei gleymast þeim, er þekktu liann: Drenglyndi hans, nálega harnsleg einlægni, ljúf mennska og ástúð. Þannig var liann sálnahirðir safnaðarmanna sinna og naut vináttu þeirra. Hann lagði gott til allra mála, var í trú og breytni sannur lærisveinn meistara síns, er mælti: „Þar sem ég er, þar mun og þjónn minn vera“. Sú er nú huggunin bezt konu lians, börnum og barnabörnum og öðrum vinum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.