Kirkjuritið - 01.02.1968, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.02.1968, Blaðsíða 46
Bækur Hanner Pétursson: EYJARNAR ÁTJÁN Dagbók úr Færeyjaferð 1965. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1967. Allir liafa sér eitthvað til saman- burðar og vilja gjarnan geta af ein- liverjum borið. Þess hefur á stund- um kennt að við íslendingar vissum ekki aðeins af því að við erum þó nokkuð fjölmennari en Færeyingar, heldur teldum okkur einnig standa þeim framar á ýmsan hátt. Ættiun meiri bókmenntir og stæðum nær bcimsmenningunni. Fn alltaf böfum við samt við þá kannast sem nána frændur og haft mikil sambönd við sjómenn þeirra. Reynt marga þeirra að frábærum dugnaði og góðum drengsskap. Og hin gagnkvæntu kynni liafa farið vaxandi síðan samgönguriiar bötnuðu og gagn kvæmur skilningur, vinátta og virð- ing aiikist. Aðalsteinn Sigmundsson átti mikinn þátt í þessu á sínum tíma. Rók Hannesar Péturssonar mun einnig að því stuðla. Þótt hún sé í smáliroti er liún nokkuð þykk, og drjúg aflestrar, því að fyrst er all- langur inngangskafli um land, þjóð og sögu Færeyinga settur smáuletri og meginmálið dagbókarblöð um tveggja og bálfsmánaðarveru í eyj- unum líka með all þéttu prenti. Það er skemmst að segia að bókin er rituð á látlausu en ylhýru máli og mest um kyrralífsmyndir að ræða. Höfundur hefur glöggt auga fyrir fegurð og yndi náttúrunnar og tekst prýðilega að leiða mann með sér í kynnisferðum sínum úti í skauti náttúrunnar og um kráku- stigu þorpanna. Hann ber ríkan vinarhug til eyjanna og íbúa þeirra. Leiðir rök að því að það sannast á okkur og Færeyingum að margt er líkt með skildum. Standa Færey- ingar okkur víða á sporði og jafn- vel framar í einstaka atriðum. Til dæmis er klæðnaður þeirra einfald- ari og íburðarminni, en sízt óhent- ugri en okkar. Þeir hafa líka verið fullt svo geymnir á suinar þjóð- menjar. Og: „Einnig er mikill mun- ur á trúarlífinu. Hér ber ckki ú uppflosnun þess. Eg sótti einn sunnudaginn messu hér í Þórshöfn, og hún líður mér seint úr minni. Kirkjan var þéttsetin öldnum og ungum sem tóku virkan þátt í messugjörðinni með söng og hljóð- um bænalestri, söfnuðurinn mynd- aði lifaudi heild, samstilltari en ég hef nokkurn tíma kynnst í íslenzkri kirkju, og sá einhugur stafaði frá sér róandi mætti. Form guðsþjón- ustunnar var ldiðstætt því sein al- mennast er jafnan innan íslenzku þjóðkirkjunnar, að því undanskildu að meðhjálpari las útgöngubæn og síðan var klukkunuin liringt lágl nokkrum sinnum, en allir sátu kyn'- ir á meðan.“ Um alla bókina er stráð skemmtilegum teikninguin Sveu Havsteen-Mikkelsen. Höfundur skýtur og inn fáeinum smáljóðum. Hér er erindi úr kvæði efnr William Heinesen, mesta skábl Færeyinga, þeirra sem lífs eru. Bók- arhöf. þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.