Kirkjuritið - 01.02.1968, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.02.1968, Blaðsíða 4
50 KIRKJURITIÐ Ferðabænarinnar er því engu síður þörf nú en fyrr. Við livert fótmál erum vér minnt á það, að ekkert er öruggt. Enn erum vér eins og strá í háskalegum lieimi, og störum beint í myrkur, ef vér ekki biðjum og treystum æðra mætti en voruni eigin. Homo viator Mennirnir eru ferðalangar á vegum eilífðarinnar. Aldrei finna þeir það betur, en þegar þeir standa á einhverjum tímamótum lífsins. Þegar hvert ár líður að lokum, verður oss það ljóst, að vegferð vor í þessum heimi styttist óðum. Öll stöndum vér feti nær eilífðinni nú en vér stóðum við síðustu áramót. Og þó að enginn geti verið viss um að hfa til næsta dags, þá er það að minnsta kosti víst, að þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur geta naumast átt eftir mörg áramót ólifuð. Þetta er umhugsunarefnið. mikla á öllum tímamótum, og það hlýtur að leiða liugann að öðru: Til livers verjurn vér tímanum, liinum hverfandi dögum, sem aldrei koma aftur? Notuðum vér þá vel? Gátum vér ekki gert betur? Reyndum vér að gleðja þá, sem voru á veginum með oss? eða vorum vér þeim til leiðinda og skapraunar með alls konar smámuna- sömu nöldri og ástæðulausum illindum? Reyndum vér að læra eittlivað og verða svolítið skárri menn í dag en vér vorum í gær? Vera má að réttara væri að líta á málið frá annarri hlið, því að varasamt er að liugsa of mikið um sjálfan sig, jafnvel þó að það sé gert á þemian liátt. Segjum lieldur: Finnuin vér svolítið meira til með öðrum, eftir því sem árin líða? Verður oss það ljósara, að þeir eru bluti af oss og vér af þeim? Þetta finnum vér glöggt, þegar um nánustu ástvini er að ræða, eiginmenn eða konur og börn. En þegar meistarinn segir, að menn eigi að elska náungann eins og sjálfan sig, nær það boðorð miklu lengra, svo að flestum finnst það ef til vill ná svo langt, að það nái engri átt, það sé öllum um megn. Geta vor er takmörkuð. Mun þó ekki alla gleði vera að finna á þessari leið? Hver finnur til erfiðisins, þegar vér vinnum fyrir þá, sem vér elskum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.