Kirkjuritið - 01.02.1968, Síða 4

Kirkjuritið - 01.02.1968, Síða 4
50 KIRKJURITIÐ Ferðabænarinnar er því engu síður þörf nú en fyrr. Við livert fótmál erum vér minnt á það, að ekkert er öruggt. Enn erum vér eins og strá í háskalegum lieimi, og störum beint í myrkur, ef vér ekki biðjum og treystum æðra mætti en voruni eigin. Homo viator Mennirnir eru ferðalangar á vegum eilífðarinnar. Aldrei finna þeir það betur, en þegar þeir standa á einhverjum tímamótum lífsins. Þegar hvert ár líður að lokum, verður oss það ljóst, að vegferð vor í þessum heimi styttist óðum. Öll stöndum vér feti nær eilífðinni nú en vér stóðum við síðustu áramót. Og þó að enginn geti verið viss um að hfa til næsta dags, þá er það að minnsta kosti víst, að þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur geta naumast átt eftir mörg áramót ólifuð. Þetta er umhugsunarefnið. mikla á öllum tímamótum, og það hlýtur að leiða liugann að öðru: Til livers verjurn vér tímanum, liinum hverfandi dögum, sem aldrei koma aftur? Notuðum vér þá vel? Gátum vér ekki gert betur? Reyndum vér að gleðja þá, sem voru á veginum með oss? eða vorum vér þeim til leiðinda og skapraunar með alls konar smámuna- sömu nöldri og ástæðulausum illindum? Reyndum vér að læra eittlivað og verða svolítið skárri menn í dag en vér vorum í gær? Vera má að réttara væri að líta á málið frá annarri hlið, því að varasamt er að liugsa of mikið um sjálfan sig, jafnvel þó að það sé gert á þemian liátt. Segjum lieldur: Finnuin vér svolítið meira til með öðrum, eftir því sem árin líða? Verður oss það ljósara, að þeir eru bluti af oss og vér af þeim? Þetta finnum vér glöggt, þegar um nánustu ástvini er að ræða, eiginmenn eða konur og börn. En þegar meistarinn segir, að menn eigi að elska náungann eins og sjálfan sig, nær það boðorð miklu lengra, svo að flestum finnst það ef til vill ná svo langt, að það nái engri átt, það sé öllum um megn. Geta vor er takmörkuð. Mun þó ekki alla gleði vera að finna á þessari leið? Hver finnur til erfiðisins, þegar vér vinnum fyrir þá, sem vér elskum?

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.