Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.02.1968, Qupperneq 48

Kirkjuritið - 01.02.1968, Qupperneq 48
INNLENDAR F R É T T I R Miklar breytingar á Ólajsvallakirkju. — í vor fór frain gagngerð viðgerð og endurbætur á Ólafsvallakirkju og var kirkjan síSan endurvígð. Bjarni Pálsson byggingafulltrúi á Selfossi teiknaði þær breytingar, sent gerð'ar liafa verið á kirkjunni, en framkvæmd verksins hafði nieð hönduni Guðniundur Sveinsson bygginganieistari á Selfossi. Skreytingu kirkjunnar annaðist Balthasar. Þetta hefur reynzt injög mikil vinna, kirkjan var farin að láta mjög á sjá, byggð 1897. Hún stóð á hlöðn- mn grunni, fyrir löngu síðan hafði nokkuð verið gert við hann, núna var hann talsvert genginn úr skorðmn og hafði kirkjan missigið. Byrjað var á því að lyfta henni upp og steypa undir liana nýjan grunn. Byggður var við liana nýr kór og anddyrið stækkað. Uppgöngunni á loftið var hreytt. Þessi viðgerð var mjög kostnaðarsöin. Er verkið var hafið átti kirkjan enga peninga í sjóði. Til þess að mæta honuni hafa aliir í söfnuðinuiu tvö undanfarin ár borgað 500.00 kr. aukagjald, sýnilegt cr að það muiu ekki hrökkva til. Nú þegar liafa kirkjunni liorist fjölmargar minningargjafir sem renna skulu til viðgerðarinnar, og aðrar liafa verið tilkynntar. Kvenfélag Skeiðahrepps liefur ákveðið að gefa nýja bekki til íninningaf imi Guðlijörgu Kolbeinsdóttur húsfreyju á Votamýri, sem var forinaður féiagsins um áratugi, litað gler í gluggana liefur það einnig gefið. í tilefni af viðgerðinni liafa kirkjunni liorizt margar höfðinglegar gjafir frá einstökum vinum og velunnurum hennar. Guðbjörg og Guðni Eiríks- son á Votamýri gáfu til minningar um son sinn Tryggva Karl. Ingibjörg Guðmundsdóllir Bjarnarstíg 6 Reykjavík til ininningar uin foreldra síiia. Kristín og Guðmundur Magnússon á Blesastöðum til minningar uu' foreldra þeirra. Jóhanna og Jón Eiríksson í Skeiðliáholti til minningar um fósturfor- eldra Jóns. Eyjólfur Gestsson á Húsatóftum til ininningar um konu sína. Fjölskyld’ urnar á Blesastöðum, Skeiðháliolti og Kristófer Ingimundarson og fjöl" skylda á Grafarbakka gáfu til minningar um Bjarna Þorbjörnsson. Ennfremur hafa kirkjunni borizt gjafir frá Ingibjörgu Kristinsdóttur 8 Hlemmiskeiði, Rögnu Eiríksdóttur Barmahlíð 51 Reykjavík og Ingveld1 Magnúsdóttur Vorsabæ. Alls eru þessar gjafir sem einslaklingar liafa gefið 68 þús. kr. Sóknarnefnd hefur ákveðið að kaupa sérstaka bók sem allar gjafir kirkj' umiar verði færðar inn í. Skal skrá í hana nöfn gefandanna og nöfn þeirra sem gjöfin er tengd. Óski gefendur eftir því þá verða helztu æviatrið* þeirra sem gjöfin er tengd skrifuð í bókina. Fyrir þessar höfðinglegu gjafir vill sóknarnefndin færa gefendunui11 innilegar þakkir og biður þeim blessunar Guðs. Sóknarnefnd Ólafsvallakirkju■

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.