Kirkjuritið - 01.02.1969, Side 36
KIRKJtlRITIÐ
82
15. fyrra mánaðar, og var skírð sama dag. Drottinn, þú liefur
grætt sárin. Æ, blessa þii þetta bam, sé það vilji þinn. — Það
er ekki vilji föður yðar, sem er á hinmum, að einn einasti
þessara smælingja glatist.
25. marz 1659. Litla Anna Katliarina borin í liinzta svefnsalinn.
Æ, á ég að verða ein þeirra, sem rænd er börnum sínum?
Drottinn, liví refsar þú mér svo liarðlega? Hvað lief ég brotið
svo af mér, að þú breytir þannig gleði minni í sársauka?
Gerliardt huggar mig og segir: „Hví grætur þú? Hún er ekki
dáin, lieldur sefur bún.“ Já, hún sefur, en hún sefur svo fast,
að rödd mömmu hennar getur ekki vakið hana. Drottinn, ég
veit, að þú liefur vald til þess að gera við eign þína það sem
þú vilt. En leyfðu mér að kvarta og gráta. „Leyfið börnunuru
að koma til mín og bannið þeim það ekki, því að slíkra er
guðsríkið.“
30. nóvember 1660. Fæðingardagur Andrésar, þriðja bamsins
okkar — og dánardægur. Líf og dauði, gleði og þjáning, upp'
hefð og niðurlæging, allt á fáum klukkustundum. Drottinn,
þú veizt livað móðurlijartað þolir mikið. Því legg ég bönd a
varir mínar og þegi. „Þegar konan elur barn, er bún Jirygg
í lund, því að stund liennar er komin; en þegar bún befur
alið barnið, minnist hún ekki framar þjáningarinnar af gleð-
inni yfir því, að maður er í heiminn fæddur.“ Já, Drottinn
þjáningin er liðin lijá, en bryggðin vill ekki víkja. Má ég ekki
segja með Jakob: „Jósef er farinn . . . og nú ætlið þér að taka
Benjamín; allt kemur þetta yfir mig.“ Drottinn, nú veit ég,
að ég er ekki þess verð að barn kalli mig móður. Æ, fyrirgef
mér syndir mínar, — en angist lijarta míns er mikil, bríf
mig úr neyð minni.
25. ágúst 1662. Drottinn liefur miskunnað mér í veikleika
mínum og vægt syndasekt minni. Fjórða barnið okkar Paul
Frederik, var í dag tekinn í söfnuð Iírists í lieilagri skírU-
Gleði mín er meiri en þakklæti mitt. Ó, líkamskraftar mínir
eru veikir. Ég græt í kyrrþey, þegar barnið mitt nærist við
brjóst barnfóstrunnar, en ekki brjóst móður sinnar. Og þetta
er þó mitt barn. Drottinn, bara að þú vildir lofa mér að balda
þessu barni eftir, þó ekki sem ég vil, beldur sem þú vilt-
„Leitið fyrst ríkis Guðs og réttlætis bans, og þá mun allt þetta
veitast yður að auki.“