Kirkjuritið - 01.05.1969, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.05.1969, Blaðsíða 6
BISKUP ÍSLANDS: Bréf um bænadaginn Reykjavík, 1. inaí 1969■ Hinn almenni bænadagur er að þessu sinni 11. maí. Hann liefur um árabil verið lialdinn í því skyni að sameina þjóðina til bænagjörðar og glæða vitund bennar um gildi bænarinnar- Vera niá, að þátttaka í guðsþjónustum þennan dag bafi 1 seinni tíð verið miður almenn en skyldi. Frá byrjun var td ]>ess ætlazt, að bænagjörð færi fram í hverri kirkju á bæna- daginn, og að leikmenn önnuðust þá þjónustu á þeim nt- kirkjum, sem prestar geta ekki embættað á þann dag. Er mj"r miður, ef þessu verður ekki við komið eða er ekki reynt- Leitumst við að samstilla söfnuði landsins og biðja í einuin anda um blessun Drottins á þessum sameiginlega bænadeg1- Kirkja, sem biður í anda og sannleika, er sterk kirkja. Biðj" andi þjóð væri farsæl og styrk. í fyrra var bænarefni dagsins miðað við erfiðleika, se111 steðjuðu að þjóðinni, m. a. vegna harðinda. Að ýmsu leV11 rættist betur úr en á liorfðist. Þegar litið er á bagi þjóða1 vorrar nú, er það ekki ískyggilegast, sem rakið verður til veðurfars eða náttúrunnar yfirleitt. Vér verðum að viður' kenna, að alvarlegustu vandamálin í þjóðlífinu, eru sjáK' skaparvíti. Og sti staðreynd haggast bvorki né batnar við það’ að einn sakar annan og allir vilja koma sér undan ábvrgð' Biðjum um vitsmuni og vilja ti! þess að kontasl fyrir þal* þjóðfélagsntein, sem sýkja efnabagslífið og stefna þjóðinru 1 ófæru. Biðjum um þjóðareiningu og réttlátan frið í lanch- Biðjum Guð að styrkja kirkju sína til þess að vekja þjóðina af andvaraleysi og styrkja liana til aukins siðgæðisþroska. Biðjum Guð að vísa þjóð vorri veg úr vanda og vekja ns> öllum nýja lilýSni vi8 vilja sinn. Ég sendi bér með hvítasunnuboðskap Alkirkjuráðsins °e leyfi mér að vekja sérstaka athygli á bæninni í niðurlagi l>ans' Hún er vel fallin til notkunar, bæði á bænadaginn og endra- nær.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.