Kirkjuritið - 01.05.1969, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.05.1969, Blaðsíða 26
216 KIRKJLIUTIÐ prestaköll, með mörg þúsund íbúum í iðnaðarhverfum nú- tímaborga eru frábrugðin fornum sveitaprestaköllum. Raunar er flest kirkjuleg starfsemi í nýjum borgarhverfum á tilrauna- stigi, nema sjálfar guðsþjónusturnar. Jafnvel þeim telja ýmsir að þurfi að breyta, bæði að því er snerlir tíðasönginn og pre- dikunarformið. Og engum, sem leiðir að því hugann, dylst, að fjölmiðlunar- tækin liafa liaft gjörtæk álirif á allt félagslíf innan kirkju og utan og skapa ný viðhorf og vandamál. Furðulegt livað á þetta er h'tið minnst hér á íslandi. Það er engu líkara en að menn séu feimnir við að rökræða kristni og kirkjulíf, almennt talað. Samt búum við Islendingar við meira málfrelsi og ritfrelsi en margir aðrir. Þögnin er aldrei neinn sérstakur lífsvottur. Og það er ósköp ólíklegt að okkur takist að láta reka á reiðanum milli þeirra skerja sem aðrir leggja sig alla fram uni að steyta ekki á til að komast farsællega fram bjá boðunum. Píslarvottar Við Islendingar gerum okkur litla grein fyrir þeirri ömurlegu staðreynd, að fjöldi manna líður píslarvætti nú á döguni sakir trúar sinnar svipað og í frumkristni. Einkuin austan járntjalds. Enginn getur þó lesið þær sögur, sem af því ganga, án þess að lirylla við því. Svo liroðalegar eru pyntingarnar oft og tíð- um og mannvonzkan, sem þeim ræður, óskiljanlega starblind. Rúmenskur prestur, Ricliard Wurm, starfaði um skeið i „leynikirkjunni“ þar í landi og sætti fyrir þær sakir fangelsis- vist í 14 ár. Hann var lieilaþveginn og píndur á ótal vegu, en hjarði allt af. Skömmu eftir að hann var loks látinn laus, var honum lijálpað til að komast úr landi og gengur liann síðan ötullega fram í því að trúbræðrum hans austan tjalds sé rétt hjálparhönd, eftir því sem unnt er. Hann hefur skrifað tvær bækur og aragrúa af blaðagreinum um ófrelsi og þrengingar kristinna manna í kommúnistaríkjunum. Er sumt þannig vaxið að maður veigrar sér við að trúa því og vill ekki liafa það eftir.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.