Kirkjuritið - 01.05.1969, Blaðsíða 42
232
KIRKJURITIÐ
margir unglingar, að láta mig dreyma um blómin, sem vaxa
myndu á gröf minni. Mér gengur ekki lengur eins auðveldlega
að friða mig með þeim liætti, þótt mér þætti gott að hugsa
til þess, að kirkjugarðsvörðurinn léti sér stöku sinnum annt
um leiðið mitt. En sannast sagt dregur ekkert mig til undir-
heima, og ég hygg að ég vildi aldrei gista þá, ef ég kæmist
hjá því, en kysi helzt að flakka eins lengi um yfirborð þessarar
ágætu jarðar, og Gyðingurinn gangandi. Sagt er að menn
þreytist á líkamanum að lokum, og séu fegnir að losna við
hann. Ég held að það séu meiri karlmenni en ég er. Ég er
heimakær að eðlisfari, og það eina heimili, sem ég hef dvalið
í alla ævina er iíkaminn. Þótt ég sé fæddur undir Saturnusar-
merkinu hef ég alltaf látið mér liann nægja og ekki óskað
neins betra. Þótt ég kunni að hafa óskað að verða betri maður,
hef ég jafnhliða viljað að liinn nýji andi hyggi í sama líkam-
anum. Því að þótt liann sé ekki þann veg vaxinn að neinn
gæti stært sig af lionum, sé ekki með neinum snilldar stíl, er
ég lionum vanur og lief á honum alls konar mætur. Ekki
þó svo að skilja að ég hafi gætt lians jafn vel og unnt liefði
verið. Ég hef látið liann lirörna og komast í margs konar
ólag, svo að liann h'kist þegar nokkurs konar forngrip. En
það er vel hugsanlegt að krypplingur gæti búið einn íneð
vansköpuðu kattarskinni í lirörlegu liúskríli og vildi ekki
yfirgefa það ótilneyddur. Þess vegna verð ég að játa, þótt ég
sé ekki þeirrar trúar, að mér ] læLti síður en svo leitt til þess
að vita, að þeir kristnir menn liefðu rétt fyrir sér, sem lialda
að líkamanum verði svipt upp úr gröfunum á efsta degi til
þess að verða að nýju bústaður sálarinnar í betra heimi. Ég
reyni ekki að færa mér fram neitt til varnar eða láta sem
þetta sé lofsverð afstaða. Ég dáist visulega að Sókratesi og öll'
um, setn forsmá líkamann eins og brotliætt ker, eða visnandi
gras, en ég kemst ekki hjá að finna til þess að ég er ekki
einn í þeirra liópi.
Hins vegar get ég ekki gengið eins langt og menn, sem láta
sig hrylla við gröfinni sakir þess, að þeir geta ekki liugsað
til að regnið dynji á henni á næturna og nísti tilfinningalausa
beinagrindina. Einhvers staðar las ég nýlega, að þegar Abra-
ham Lincoln missti konuna, sem hann unni, ætlaði liann að
ganga af vitinu vegna þess að í ofviðri fannst lionum svo öm«r'