Kirkjuritið - 01.05.1969, Side 29

Kirkjuritið - 01.05.1969, Side 29
KIRKJURITIÐ 210 Þrœlahald IJví verður ekki neitað að kristnir menn — sumir — liafa fyrr °g síðar haldið uppi þrælaiialdi. Hitt er jafn víst að þræla- hald brýtur í bága við kristinn anda og liugsun. Sú varð líka raunin að Kvekarar og aðrir kristnir heittriiar- nienn tóku höndum saman við marga fylgjendur. Upplýsing- arstefnunar og konm því til leiðar að þrælahald var víðast hvar bannað með lögum á síðastliðinni öld. En því miður liefur því ekki verið með öllu útrýmt. Ljóst °g leynt á það sér enn stað í all mörgum löndum. Til er félagsskapur í Lundúnum, sem nefnist Anti-Slavery Society. Hann berst fyrir algjöru afnámi alls þrælalialds. Lætur liann talsvert til sín taka. Hefur vakið sofandi sam- ''zkur ýmissa ráðamanna og komið málinu hvað eftir annað a dagskrá Sameinuðu þjóðanna. En fulltrúum sumra þjóða í Suður-Ameríku, Afríku og Asíu hefur samt fram til þessa, tek- 'st að koma í veg fyrir sameiginleg átök og raunhæfar aðgerðir lll að uppræta þennan ósóma. Svipað er að segja um aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku. ^llur fjöldi kristinna manna lýsir fúslega andstyggð sinni á henni í orði. Margar ríkisstjórnir taka í sama streng. En þegar <>llu er á botninn hvolft, kemur á daginn að hagsmunasjónar- ^uið ráða því að ekki er látið svo til skarar skríða að dugi. °fríkið og órétturinn geta framið níðingsverk sín óáreitt. Við Islendingar getum lítið lagt til þessara mála. En skað- er ef við fyrir þær sakir látum sem þau komi okkur alls ' hki við, hvað þá að við finnum til nokkurra sárinda út af Peinj. Ef okkur svíður ekki að heyra um þjakaða þræla úti í hnduin, eða kippum okkur ekkert upp við að frétta af aðför- 1,111 hvítra manna gegn frumbyggjum í Suður-Afríku, er liætt ^1® við verðum ekki uppnæm fyrir misrétti, valdbeitingu, ugun og áníðslu í ýmsum öðrum myndum og okkur nær. ' ° fremi að þ eir eldar brenni ekki á okkur sjálfum.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.