Kirkjuritið - 01.05.1969, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.05.1969, Blaðsíða 8
] 98 KIRKJURITID Yér trúum |>ví, að Guðs andi sé að verki í heiminum eins og í kirkjunni. Hann snýr viðleitni mannanna til góðs og beinir kröftum þeirra til sífelldrar endurnýjunar á allri hugsun vorri og samfélögum vorum öllum. Hann tekur þjáningu mannanna og sameinar Iiana, unz Iiún knýr fram breytingu. Hann gefur liinum mállausa tungutak og lægir hinn háværa. Hann gegn- sýrir menn lönguninni eftir Guði og eftir opinberun Guðs sona (Róm. 8, 19). Látum oss þá fagna í gjöfum andans, sem gefnar eru „sér- hverjum til þess, sem gagnlegt er“ (1. Kor. 12:7), og látuni oss vera vongóða, af því að liann, sem kallaði oss, mun einnig gefa oss hugarorku, kjarkinn og þolgæðið, til að vitna um verk hans, bæði með orðum og gjörðum. Látum oss því sameinast í þeirri bæn, er þingið hað: Guð, faðir vor, þú getur gjört alla hluti nýja. Vér felum oss þér á hendur: Hjálpa oss —- að lifa fyrir aðra, þar eð ást þín umvefur alla menn — að leita þess sannleika, sem vér höfum enn ekki séð —; að Iilýða boðum þínum, sem vér höfum lieyrt, en ekki lilýtt — að treysta hver öðrum, í því samfélagi, er þú hefur gefið oss og megum vér endurnýjast af anda þínum fyrir Jesúm Krist, son þinn, Drottinn vom. Amen. Forsetar Alkirkjuráðsins German, patríarki af Serbíu, Belgrað, Júgóslavíu Hanns Lilje, biskup, Hannover, Þýzkalandi séra D. T. Nilets, Atchuvely, Ceylon séra Ernest A. Payne, Pitsford, Englandi séra John C. Sinith, New York, Bandaríkjunum séra W. A. Visser ’t Hooft Genf, Svisslandi A. H. Zulu, biskup, Esliowe, Suður-Afríku (Frá Biskupsstofu) J

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.