Kirkjuritið - 01.05.1969, Blaðsíða 20
210
KIllKJ URITIÐ
fjandskap pólitískrar guðleysisstefnn og alls konar lileypi-
dóma, stafandi ekki livað sízt af þeirri fáfræði í trúarefnuni,
sem ríkir í uppeldismálum og er vottur um almennan skort a
sögulegri yfirsýn um þróun og gildi vestrænnar menningar.
Eg tel kirkjuna eiga nokkra sök á þessu.
6. spurning:
— Vilt þú geta nokkurra guSfrœSinga, heimspekinga eSa
annarra, sem þér liefur fundizt mikill fengur aS kynnast
vegna jákvœSra lífsskoSana þeirra, einkum í kristilegu
tilliti?
Svar:
— Eg lief lesið tiltölulega lítið af beinum guðfræðirituin
eða lieimspekiritum, en öðlast þó nokkra yfirsýn um þau efm»
t. d. við lestur bókarinnar Twentieth Century Religioiis
Thought eftir próf. Jolin Macquarrie. Um innbyrðis afstöðu
trúar og vísinda tel ég mig liafa grætt mikið á lestri slíkra
bóka sem Man the Unknown eftir Alexis Carrel, Human Desti-
ny eftir Lecomte de Noiiye (þýdd á íslenzku: Stefnuniið
Mannkyns), The Phenomenon of Man eftir Teilhard de Cliar-
din og nú síðast Issues in Science and Religion eftir Jan G.
Barbour, prófessor í eðlisfræði, en það er allstór hók, nýut-
komin. Auk þess mætti nefna bækur um menningarsögu, svo
sein The Legacy of the Ancient World eftir W. G. de Burgh;
fornleifafræði, svo sem Our living Bible eftir Micliael Avi-
Yonali og Emil G. Kraeling; mannfræði, svo sem Mirror of
Man eftir Clyde Kluckhohn, og læknisfræði, svo sem The
Stress of Life eftir Hans Selye. Þá vil ég nefna litla en ágæta
hók um söguheimspeki, A Preface to History eftir Carl 0-
Gustavson, sein skýrir ýmisleg vandamál kirkjunnar á liðnum
öldum, og The Accidental Century eftir Michael Harrington,
en Iiún lýsir ógöngum 20. aldarinnar í stjórnmálum. Þeirrar
merkilegu bókar gat eg fyrir skömmu allvandlega í erindi uin
daginn og veginn.
Þessar bækur eru meðal þeirra 200—300 erlendra fræði"
hóka, sem eg hef gefið væntanlegum Skálholtsskóla, og von-
andi verður hægt að veita aðgang að þeim áður en langt ui»
líður.