Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 9
KIRKJURITIÐ 295 byrjun vinsælda í sóknum sínum og var vaxandi maður að virðingu og tiltrú, bæði innan liéraðs og utan. Kirkjan missti samvizkusaman, ötulan og einlægan starfsmann við fráfall bans. Vér blessum hugljúfa minningu og þökkum störfin. Vér sendum samúðarkveðju í Dali vestur, til ekkjunnar og barn- anna á Kvennabrekku, til safnaðanna, til aldraðra foreldra liér i borg og allra annarra vandamanna. Vér rísum úr sætum í þökk og bæn. Öldungurinn meðal íslenzkra presta, sr. Sigurbjörn Ástvald- Ur Gíslason, andaðist 2. ágúst. Hann liafði fjóra um nírætt, f. a nýársdag 1876. Aldamótaárið laulc liann prófi frá Presta- skólanum, dvalist síðan rúmt ár erlendis við framlialdsnám, en prestsvígslu tók hann ekki fyrr en hann var kominn á efri ár, 23. ágúst 1942, vígðist þá til þjónustu á Elliheimilinu Grund. ^á hafði Jiann um áratugi verið einn mestur verkmaður í kirkj- nnni, forustumaður í kristnu sjálfboðastarfi á mörgum sviðum, inikilvirkur boðberi í ræðu og riti, vakningamaður um kristni- boð, brautryðjandi í líknar- og mannúðarmálum. Sem dæmi l,ni frumkvæði hans og atfylgi nefni ég aðeins ,,Samverjann“, 8Jomannastofu í Reykjavík og síðast en ekki sízt Elli- og lijúkr- nnarheimilið Grund. Hann stýrði víðlesnu blaði, gaf auk þess l*t fjölda ritlinga og bóka, og ótalin eru þau einkabréf, sem kann sendi frá sér, ekki sízt til huglireystingar í raunum, og er 8a þáttur í starfi hans, svo og önnur liðveizla og fyrirgreiðsla 1 kyrrþey, miklum mun gildari en almennt er kunnugt. Hélzt l)ar í hendur greiðvikni og lijálpfýsi, óvenjulegir bagnýtir vits- tnunir og úrræðasemi, yfirsýn og f jölþætt sambönd utan lands. um margra ára skeið vann liann ómetanlegt verk í þágu presta °g guðfræðistúdenta í útvegun bóka og lijálpargagna og aldrei v*rtist liann í tímaþröng. Lífsstarf Iians er annars meira en svo, Jð liér verði rakið. Hann var oft umdeildur, oft misskilinn, <nda baráttumaður, sem brá sér lítt við atlögur andstæðinga ng leitaði lieldur ekki skjóls undir lofköstum aðdáenda. Brynja Pnssa íturvaxna, livata og hugmikla víkings þótti sumum lirjúf °S köld, en hitt vita margir, að undir sló hjarta, sem var heilt klýtt. „Sannleikanum trúr í kærleika“ voru orðin, sem j’ oslu við á veggnum í vinnustofu hans. Ég veit að það var )a>n lians, að bann mætti í augum Drottins síns bera mót nssara einkunnarorða. Árvekni hans og áliugi fram á síðustu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.