Kirkjuritið - 01.07.1970, Side 10

Kirkjuritið - 01.07.1970, Side 10
296 KIRKJURITIÐ ár voru með ólíkindum. Hann átti liina mikilliæfustu konu, Guðrúnu Lárusdóttur, sem hann missti með alkunnum atvikum í ágúst 1938. Þá vitnaði hann fyrir alþjóð um styrk og heilindi trúar sinnar. Kirkjan kveður sr. Sigurbjörn Á. Gíslason í þakk- látri vitund þess, að þar hefur farið mikilmenni, sem hann var Sé minning hans blessuð, ástvinir lians og ávextir ævistarfsins. Sr. GuSbrandur Björnsson, fyrrverandi prestur í Viðvík og á Hofsósi og prófastur í Skagafjarðarprófastsdæmi, andaðist 30. apríl. Hann var fæddur 15. júlí 1884, útskrifaðist frá Presta- skólanum 1908, en hafði um tveggja ára skeið numið guðfræði við Hafnarliáskóla áður en hann settist í Prestaskólann. Hann vígðist til Viðvíkur 22. nóvember 1908 og ])jónaði því kalli til ársins 1934, en þá var lionum veitt Fells- nú Hofsóssprestakall. Sama ár var liann settur prófastur í Skagafjarðarprófastsdænn en skipaður 16. júlí 1938. Hann kvæntist 3. október 1908 önnu Sigurðardóttur frá Pálsbæ á Seltjarnarnesi. Hiin lézt árið 1962. Sr. Guðbrandur var alinn upp á mikilsvirtu prestsheimili og heilum huga gekk hann í þjónustu kirkjunnar. Hann gegndi prestsstarfinu af mikilli árvekni og alúð og öll framganga lians einkenndist af hógværð og festu, einlægni og góðvild- Hann var vakandi áhugamaður um öll kirkjunnar málefni, góð- ur tillagna og félagslyndur, virtur af stéttarbræðrum. Hann unni Hólastað og gekk manna bezt fram í því, að turninn var reistur við kirkjuna til minningar um Jón Arason. Vér þökkuin gifturíkt ævistarf þessa grandvara, lieiðlynda bróður, blessum minningu lians og sendum börnum lians og systkinum samúðarkveðju. Hinn 17. apríl andaðist RagnheiSur Ófeigsdóttir, kona sr. Kára Valssonar í Hrísey. Hún var tæpt fimmtug að aldn, giftist sr. ICára 1960. Þau eignuðust eina dóttur, sem l'íir móður sína. Vér heiðrum minningu mætrar konu. Guð styrki og blessi ástvini hennar. Rísum úr sætum og minnumst hinna horfnu 1 þökk og bæn. IH. Lausn frá embœiti Einn prestur hefur látið af embætti eftir langa og dygga þjon' ustu, sr. Sveinn Ögmundsson. Hann fékk lausn 15. september 1969.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.