Kirkjuritið - 01.07.1970, Page 19

Kirkjuritið - 01.07.1970, Page 19
KIRKJURITI8 305 náði fram að ganga. Ég leyfi mér enn, þó að ég liafi áður gert það, að þakka kirkjumálaráðherra, Jólianni Hafstein, fyrir það, að liann skyldi þegar í upphafi taka þessari hugmynd með skilningi og lofa lienni stuðningi, það því fremur sem hér var um nýlundu að ræða, sem engan veginn gat verið einsæ frá sjónarmiði löggjafans. Það eru nú um það bil 6 ár síðan þessi l'ugmynd var fyrst reifuð við hann og hún liefði varla farið lengra að sinni, ef hann hefði ekki viljað ljá henni eyru. Og lians sök er það ekki, að hún liefur ekki fyrr komizt í lög. Með kristnisjóði er það tryggt, að kirkjan í lieild missir einskis í við þær breytingar á skipun prestakalla, sem áður er drepið á. Sá sjóð ur skal fá árlegt framlag úr ríkissjóði, er samsvari liámarkslaunum presta í þeim prestaköllum, sem lögð eru niður samkvæmt lögunum. Ennfremur renna til hans liálf þau laun, sem sparast á hverjum tíma, þegar prestakall er prestslaust — þetta eru sömu tekjur og prestakallasjóður liafði áður, að því breyttu, að nú er miðað við liámarkslaun en áður v°ru það byrjunarlaun, sem miðað var við. Þá er einnig svo fyrir mælt, að kirkjujarðasjóður skuli renna í kristnisjóð, svo °g andvirði seldra kirkjujarða, sem seldar verða eftir gildis- töku laganna. Ég rek ekki nánar ákvæðin um kristnisjóð, en vísa til lag- auna sjálfra. Ég vildi aðeins benda á þetta: Endurskoðun á prestakallaskipuninni lilaut fyrr eða síðar að verða óhjákvæmi- lcg, það hlaut fyrr eða síðar að því að draga, að sameining yrði einhver í þeim byggðum, þar sem fólki hefur fækkað Uiest, og enginn gat vitað fyrirfram, með hvaða atvikum það uiál kynni að verða upp tekið og því frani fylgt. Það liefði Sutað orðið með þeim liætti, að einliliða skerðing á starfsliði ^irkjunnar liefði verið gerð, án þess að neitt kæmi á móti. Slíkt hefur gerzt áður og miður jákvæður þingmeirihluti Iiafði aðstöðu til slíkra aðgerða. Nú gerðist hins vegar það, að kirkjunni er lieimiluð frjáls ráðstöfun á fé, sem er losað út úr I'Unuðu embættiskerfi. Þessir fjármunir eru ekki stórkostlegir °S skapa ekki undirstöðu undir neitt fjármálabákn, eins og euin háttvirtur alþingismaður sagði. Það er jafn auðvelt að Uiikla þá fyrir sér og ýkja í áróðurs skyni eins og að gera lítið 11 r þeim í sama skyni. En þeim, sem hallast að hinu síðar talda viðhorfi ætti að vera auðgert að átta sig á, hvaða kostir voru 2o

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.