Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.07.1970, Blaðsíða 26
312 KIRKJURITIÐ sjónum, sem reynzt liafa lieilladrýgstar. Hér liefur kristin fræðsla, þ. e. trúarleg og siðræn menntun, margsannað giltli sitt, sem liin bezta kjölfesta mannlegu lífi. Það liefur því aldrei verið brýnna en nú, bæði fyrir einstakling og þjóðfélag, að kristin fræðsla sé vel rækt í skólum landsins og fái mótað ís- lenzkt þjóðaruppeldi. 5. íslenzk kirkja er minnug uppeldislilutverks síns og þjónustu í samfélaginu. Hún treystir því einnig, að íslenzkir kennarar muni enn sem fyrr verða traustir samverkamenn á þeim akri, sein báðum liefur verið trúað fyrir. n. 1. Fræðslulög og námsskrá gera ráð fyrir, að öll börn á fræðslu- skyldualdri (7 til 14 eða 15 ára) njóti kennslu í kristnum fræð- um. Þessu hefur þó ekki verið framfylgt til lilítar, einkum bvað viðkemur yngstu og elztu aldursflokkunum, og ber að harma það. tír þessu þarf að bæta liið fyrsta. Kristin fræði þurfa að hafa fastan sess á stundaskrá skólanna allan veturinn, iill skólaárin, svo að hin mikilvægasta uppeldisgrein fái betur notið sín í skólstarfinu. Hér má benda á langa og góða reynslu af helgistundum í skólum. 2. I þeirri endurskoðun, sem nú fer fram á fræðslulögum og náms- skrám þarf að stefna að því, að auka kristna fræðslu og kristin álirif á öllum stigum skólaherjisins. Að loknu skyldunámi ber m. a. að leggja áherzlu á kristna trú- og siðfræði. Miða skal kennsluna við það, að börn og ungmenni geti séð vandaniál líðandi stundar og verkefni framtíðarinnar í ljósi kristinim trúarsanninda og lífsskilnings. 3. Ennfremur verður að teljast eðlilegt, að neinendum verði veitt fræðsla um lielztu trúarbrögð lieinis, og þau kynnt og gerður ljós munur á kristindómi og öðrum trúarbrögðum.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.