Kirkjuritið - 01.07.1970, Qupperneq 38

Kirkjuritið - 01.07.1970, Qupperneq 38
324 KIRKJURITIÐ Síðustu vinnudeilur sýndu að einstökum liagsmunahópuin fjölgar og liver otar fram sínum tota, skarar eld að sinni köku. Því er lítt á loft lialdið að liver eigi að gæta bróður síns. Þess vegna er ærin þörf kristins boðskapar á stól og stéttum. Skefjalaus auðhyggja er undirrót mesta lieimsbölsins. Það er ekki dugleysi né menningarleysi sveltandi þjóða Afríku, Asíu og Suður-Ameríku, sem veldur eymd þeirra. Þær eru mergsognar og vélaðar af auðugu þjóðunum, sem sletta í þær við og við smávegis gustukagjöfum til að blinda þær og villa. Vér Islendingar getum lítið bjálpað þeim, nema með því að tala máli þeirra bvar og livenær sem tækifæri gefst. Sjálfir verðum vér að gæta þess að selja ekki frumburðar- rétt vorn fyrir baunasúpu. Og engin þjóð í veröldinni liefur minni efni á að ala á úlfúð og óeiningu. Félagslegt ranglæti lilýtur líka að koma oss á kaldan klakann. Sannleikurinn er sá, að livergi í heiminum eru meiri inögu- leikar á að koma á fót fyrirmyndar þjóðfélagi en lijá oss. Ver eigum að sínu leyti lík menningarskilyrði og grísku borgríkin, þegar þau voru á blómaskeiði. Á einn veg þó enn betri. Vér eigum völ á að tileinka oss kristnar hugsjónir: Það manngildi og bræðralag, sem bezt þekkist og mest leiðir til friðar. Það er eitt af hlutverkum kirkjunnar að leiða þjóðina í þa áttina. Þess vegna er vel ef hún verður þjóðkirkja í sönnuni skilningi. =sss= Prœstehojskolen heldur nokkur námskeið fyrir presta í haust og fram 8 næsta ár í Koefoedsminde, Nærum, Danmörku. Námstími mislangur. Mörg námskrárefni. Valdir fyrirlesarar. íslenzkum prestum gefst færi á að sækja þessi námskeið. Þeir, sem æskja upplýsinga um þau, snúi sér til sr. Gríms Grhnssonar, formanns Prestafélags íslands. Séra BernharSur GuSmundsson hefur verið ráðinn Æskulýðsfulltrúi fra 15. júlí. Séra Felix Olafsson hefur fengið lausn frá embætti frá 15. september næstkomandi. Verður prestur í Noregi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.