Kirkjuritið - 01.07.1970, Side 41
KIRKJURITIÐ
327
Og nú er svo komið, að hin veraldlegu, borgaralegu yfir-
völd liafa tekið að sér framkvæmd fjölmargs af því, sem áður
var talið sjálfsagt verksvið kristinnar kirkju, og er það vel.
Jafnvel er svo komið að fjölmargir í samtíð okkar gjöra sér
enga ljósa grein fyrir þætti kristinnar trúar í þessum efnum.
Og því er ekki að neita, að sunnim nútímamönnum virðist
dulið gildi kristindómsins fyrir okkur og erindi lians við nú-
thnamanninn. Margir sjá í kirkjunni aðeins leyfar gamals
skipulags, sem einu sinni átti rétt á sér og ef til vill má enn
ftotast við til þess að auka hátíðleika á vissum tímamótum
Diannsævinnar. Annað ekki.
III.
Enginn lifir á fornri frægð einni saman. Sagan er nauðsynleg,
góð og gagnleg, en enginn lifir eðlilegu lífi í nútímanum af
sögulegri frægð einni saman. Sérhver stofnun verður að sanna
£ildi sitt á hverjum tíma, einnig kirkjan.
Flestum mun sennilega bera saman um, að minna virðist
°ft gæta í dag áhrifa kirkjunnar en áður fyrri. Að ýrnsu leyti
tttá það til sanns vegar færa. En um leið uppgötvum við okkur
til hrellingar, að ýmsar af hinum kristnu kenningum, sem
ólluin var farið að finnast sjálfsagt að lúta, eru farnar að
Hiissa gildi sitt í hugum nútímamanna. Kristin álirif geta
Qldrei lengi lifað kristindóminn með neinni kynslóð. Þessa
köfum við séð liryggileg dæmi nú seinustu áratugi. Aldrei
virðist mannkyn liafa staðið fjær því að leysa vandamál sín
a friðsamlegan hátt og skapa frið á jörð en einmitt nú.
Og augljóst er, að fjarri fer því, að hin veraldlegu yfirvöld
8eti bætt úr öllum þörfum þeirra, sem undir eru í þjóðfé-
k'ginu og minna mega sín. Jafnvel auðugustu þjóðir jarðar
'■rðast ekki liafa efni á því að útrýma þeirri fátækt og neyð,
Sem fjármagn ætti að geta leyst úr að verulegu leyti. Og þó
vitum við, að þjóðir heims hafa eytt og eyða margföldum
f'eiin fjárhæðu m til styrjaldarreksturs þegar lians þykir þurfa
við. Þá spyr enginn um kostnaðinn. Þá virðast efnin vera
tiæg.
Sjáum við ekki í smækkaðri mynd hið sama í lífi ofdrykkju-
tiaiinsins, sem hefur ekki efni á að sjá fjölskyldu sinni fyrir