Kirkjuritið - 01.07.1970, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.07.1970, Qupperneq 42
328 KIRKJUHITIÐ lífsnauðgynjum, Jjótt alltaf megi einhvern veginn verða sér úti um drykkinn? Kristin kirkja á enn erindi við okkur, sem nú lifum, hið sama erindi og við fyrri kynslóðir: Að boða fagnaðarerindi Jesú Krists, bæði í orði og verki. Boðskapur hennar er óbreyttur og hinn sami. Og þörf okk- ar manna á boðskap liennar og starfi er einnig liinn saini og áður. Þess vegna heldur kirkjan áfram starfi sínu af fullri djörf- ung í lilýðni við boð frelsara síns og Drottins. Fagnaðarerindið er prédikað, bæði heima og heiman. Ahlrei hafa fleiri kristni- boðar verið að starfi en í dag. Aldrei liafa verið byggðir flein skólar, sjúkrahús, sjúkraskýli og barnaheimili úti á kristm- boðsstöðunum en nú. Aldrei hafa kristnir menn varið jafn- miklum fjármunum til þessa starfs. Veiztu, að íslenzka kristniboðið í Konsó í Etíópíu hefur reist skóla, sem sóttur er af 248 nemendum, auk þess sem lestrarflokkar eru starfræktir fyrir 13—1500 manns úti í þorp- unum í kringum kristniboðsstöðina? Kristniboðið liefur einn- ig reist sjúkraskýli, þangað sem árlega koma 17—20000 sjúkl- ingar. Safnaðarfólk í þessari dótturkirkju íslenzkrar kristm eru nú um 1300 talsins og innlendir starfsmenn þar eru 30. Allt þetta starf kostar íslenzka kristniboðsvini á þriðju milljou íslenzkra króna á ári, sem lagðar eru frarn af fórnfúsum ein- staklingum. Þar kemur engin opinber aðstoð til. Tilgangur alls þessa starfs er aðeins sá einn að lilýðnazt boðum Hans, sem sagði forðum: Farið og gjörið allar þjóð- irnar að lærisveinum, með því að skíra þá til nafns föður- ins, sonarins og hins lieilaga anda, og með því að kenna þeini að lialda allt það, sem ég lief boðið yður. Ekkert annað liggur á bak við, engin von um fjárliagslegau ávinning, völd eða metorð. Þvert á móti. Eftir tvö ár er ráð- gjört, að kristniboðið gefi innlendu kirkjunni allar eigmr sínar í Konsó, en lialdi samt áfram að launa kristniboða þar og veita fjárhagslega aðstoð til starfsemi hinnar innlendu kirkju. Hvað annað starf íslenzkt, unnið á erlendri grund, getur þu bent á þessu ldiðstætt?

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.