Kirkjuritið - 01.07.1970, Síða 46

Kirkjuritið - 01.07.1970, Síða 46
332 KIRKJURITIÐ ætlunin einnig að láta til sín taka á innlendum vettvangk eftir því sem geta leyfir liverju sinni. Hefur reyndar þegar verið sýndur litur á slíkri aðstoð, en það fer aldrei hátt, þegar nauðstaddir einstaklingar eiga lilut að niáli. Nú steðjar að vandi hér innanlands. Á ég þar við þær bú- sifjar. sem öskufallið hefur skapað bændum í sumuin sveituni landsins, einkum í Húnavatnssýslum. Hér þarf að huga vel að. Augljós er skylda ríkisvaldsins þar til hjálpar og er þegar liafinn undirbúningur hennar. Ef þörf gjörist og geta leyfir, vill hjálparstofnun kirkjunnar leggja þarna liönd á plóginn. Er þegar fyrir nokkru hafin atliugun á því, hverja aðstoð liún geti þar veitt. Hjálparstofnunin beinir því til allra þeirra, sem láta sig starf hennar einhverju skipta, að sýna hug sinn í verki. Jafn- framt leitar liún samstarfs við aðrar líknar- og lijálparstofn- anir innanlands og býður fram liönd sína til samstarfs við lausn aðkallandi verkefna. Enn á eftir að finna stofnuninni öruggan fjárliagslegan grundvöll. í Danmörku og Svíþjóð munu um 15.000 mann í hvoru landi gefa reglulega mánaðarlega sem svarar 250 íslenzkuin krónum liver að meðaltali til hjálparstofnana kirkjunnar. Auk þess eru þúsundir manna, sem gefa nokkru sjaldnar. Æskilegt væri, ef hægt væri að finna hjálparstofnun ís' lenzku kirkjunnar álíka traustan fjárhagsgrundvöll. Islenzkir prestar liafa gefið fordæmi í þessu efni, en langflestir þeirra gefa sem svarar 1% af mánaðarlaunum sínum til hjálpar- starfs kirkjunnar. Vonandi verður fordæmi þeirra sem flest- um öðrum til eftirbreytni. Þann veg væri framtíð bjálpar- stofnunar kirkjunnar tryggð og hún efld til starfa. Á ég að gæta bróður míns? Þannig þarf enginn lengur að spyrja. Við þekkjum öH svarið. Við berum ábvrgð Iiver á öðrum. Við eigum að sýna í verki kærleika okkar ti! náungans. Við þurfum að sýna tru okkar í verkunum. Ella er trúin dauð.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.