Kirkjuritið - 01.06.1971, Síða 44

Kirkjuritið - 01.06.1971, Síða 44
frásagnirnar um atburði þessara ára í lífi Gizurar Einarssonar. Reynt hefur verið að leysa þetta vandamál með því að þjappa sam- an atburðum, svo að þeir gjörist á skemmri tíma. Gizur er þá látinn fara í klaustrið sama vetur og hann er í veri. í klaustrinu er hann látinn dveljast fram á árið 1536. Þá er hann látinn fara í Skálholt. Sendi- förin til Noregs er þá talin farin seint á árinu 1536 eða jafnvel snemma árs 1537. Þetta tel ég alls ekki fá staðizt. Mun ég reyna að finna þeirri skoðun minni stað og vísa til áðurtalinna fimm kafla úr ritgjörð síra Jóns Gissurarsonar. 1) Enginn frœðimaður hefur talið Gizur Einarsson dveljast skemur en þrjú ár við nám í Hamborg, enda er það óhugsandi. Það sýnir menntun hans síðar á œvinni. Hitt er sýnu llklegra, að hann hafi dvalizt þar all- miklu lengur. Um Gizur segir svo á einum stað: „í þýzkri tungu var hann svo fimur og ferðugur, að þýzkir höfðu oft sagt, að hver hann þekkti ekki mœtti hyggja, að hann vœri fœddur þýzkur". — Þó má minna á, að islenzkar heimildir hafa stundum tilhneigingu til að gjöra mikið úr málakunnáttu lœrdómsmanna. 2) —3) Reynt hefur verið að telja, að Gizur hafi sama vetur stundað sjó- róðra til bjargar búi og börnum móð- ur sinnar og jafnframt verið í klaustr- inu í Þykkvabœ. Það tel ég með öllu óhugsandi. Sagt er, að Gizur rói ,,í nœstu ver- stöð" við heimili móður sinnar. Hver er hún? Móðir Gizurar bjó í Hrauni í Land- broti. Nœsta verstöð við Hraun hlýt- ur að vera við Skaftárósa. Allar aðr- ar verstöðvar voru of fjarri til þess að Gizur gœti nokkuð verið heima við búið, jafnhliða sjósókninni. Eng- inn efi getur leikið á því, að sjór hef- ur verið sóttur frá Skaftárósum, sem eru í nœsta nágrenni við Hraun. Eins og kunnugt er, hefur ströndin þar breytzt mikið við framburð Skaftár. Öll aðstaða til sjósóknar hefur verið betri áður fyrri en nú er. í árbók hins íslenzka fornleifafé- lags frá 1909 er fróðleg grein um rannsóknir á fornminjum í Vestur- Skaftafellssýslu. Fyrsti hluti greinar- innar fjallar um fornar búðatóftir hjá Seglbúðum í Landbroti. Sé þar rétt frá hermt, styður það eindregið um- mœli ýmissa gamalla og fróðra Skaftfellinga um sjósókn frá Skaftár- ósum. Nú hafa þessar tóftir verið sléttaðar út. Jón Helgason bóndi í Seglbúðum hefur tjáð mér, að engin merki grjóthleðslu hafi fundizt, er sléttan var gjörð. Það þarf þó engu að breyta um þá skoðun, að sjór hafi verið stundaður frá Skaftárósum fyrr á öldum. Þá verður einnig eðlileg sagan um sendingu vinnumanns móðurinnar til Vestmannaeyja á vertíð. Eðlilegt var, að bœði móðir og sonur kysu, að Gizur gœti verið sem mest heima við eftir hina löngu fjarvist að heiman. Honum var þá jafnframt auðvelt að hjálpa móður sinni við búið jafn- framt sjósókninni. Hitt er og líklegt, að Gizur sé orðinn afvanur mikilli 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.