Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 48

Kirkjuritið - 01.06.1971, Side 48
gœti talizt nokkuð langsótt, ef slík- ur mislestur vœri óþekktur í öðrum heimildum eða um önnur atriði, en svo er ekki. Slíkur mislestur þekkist einmitt um ýmsa atburði, að v sé lesið x eða öfugt. Nœgir hér að benda ó frósagnir heimilda af því, hve lengi Sigmundur biskup Eyjólfs- son lifir eftir biskupsvlgslu. Er þar ýmist talað um xix eða xiv daga. Sama mislesturs virðist gœta um ór- setningu kirkjubrunans í Skólholti, sem sums staðar er talinn verða 1527 í stað 1532, sem rétt er. Loks mó nefna órsetningu þingsins fjöl- menna, þegar ló við bardaga milli þeirra biskupanna Ögmundar Póls- sonar og Jóns Arasonar. Ein heimild telur það hafa verið haldið 1532, þótt rétt sé 1527. Ef þessi tilgóta er rétt, hefur Gizur Einarsson siglt til Hamborgar þegar órið 1526, ef síðara latínubréf Gizur- ar til Ögmundar biskups er talið ritað ó öðrum vetri hans í Hamborg en ekki þeim fyrsta, sem mér þykir lík- legast. Ekkert er því til fyrirstöðu, því að þó er nómsdvöl hans miklu lengri en þrjú ór, eða allt að sex til sjö ór, eins og getið er í sumum heimildum. VIII. Hvencer er Gizur Einarsson þó fœddur? Ef fyrrgreindar tilgótur eru réttar, þó siglir Gizur til Hamborgar 1526 eða e. t. v. þegar 1525. Hve gamall er hann þó? Síra Jón Gissurarson ritar svo: ,,. . . skrifaði biskup Ögmund bréf til abbadísar Halldóru, að hún sendi þenna Gizur til sín út í Skólholt, sem hún gjörði, hann var þó xvi vetra; það vor kom honum 1 skip ó liðnu sumri, og í skóla í Ham- borg . . ." Gizur er þannig 16 vetra, er hann kemur í Skólholt til Ögmundar bisk- ups. En hvenœr kemur hann í Skól- holt? Veturinn óður en hann siglir til Hamborgar, þ.e.a.s. veturinn 1524—5 eða 1525—6. Ekkert er sagt um það, hvort hann kemur fyrir eða eftir jólanóttina. ,,Það vor" merkir aðeins nœsta vor, þ.e.a.s. vorið eftir að hann kom í Skólholt. Ekkert er því til fyrirstöðu, að Gizur hafi komið í Skólholt að hausti til eða snemma vetrar. Þvert ó móti er það mjög líklegt. Halldóra abbadís lét sér annt um að koma börnum Einars bróður síns til mennta og kom þeim ,,til þeirrar kennslu, sem þar gekk 1 Skólholti um daga biskups Ögmundar". Síra Jón Egilsson segir svo í Biskupaannólum sínum: „Herra Gizur kom í Skólholt ó dögum herra Ögmundar, vaxinn nokkuð; hann kom honum til menntar og lét hann sigla". Loks segir síra Jón Halldórsson svo í Biskupasögum sínum: „Gizur var elztur, mjög hneigður til bókar, auð- sveipur og skilningsgóður,- honum kom Halldóra, þó hann var vaxinn nokkuð, 1 þjónustu hjó Ögmundi biskupi. Þóknaðist hann biskupi svo vel, að sökum nœmis og skilnings sendi Ögmundur hann til lœrdóms í Hamborg uppó sinn eigin kostnað"- Allar þessar frósagnir gefa í skyn, að Gizur hafi dvalizt nokkurn tíma í Skólholti, óður en hann siglir til Hamborgar, enda mó telja nœrri ör- 46

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.