Kirkjuritið - 01.06.1971, Qupperneq 50
24 ára gamall (23), jafnframt
því sem hann stundar sjóinn
við Skaftárósa.
1533:Gizur fer í Þykkvabœjarklaust-
ur.
1535: Ogmundur kallar Gizur til sín
í Skálholt sér til aðstoðar.
1536:Gizur siglir til Niðaróss á fund
erkibiskups í erindum Ög-
mundar biskups.
1537:Gizur kemur aftur heim um
vorið, 29 ára gamall (28).
Með þessari tímasetningu leysist
allur vandinn með frásögurnar um
aldur Gizurar biskups Einarssonar.
AÐ PREDIKA NÚ Á DÖGUM
Predikun er ekki af mannlegum toga spunnin. Hún á rót sína
í Guði. Að predika er í eðli sínu boðun þess, sem Guð hefir
gjört, eða öllu heldur það, sem Guð hefir gjört í Kristi. Það,
sem gefur predikuninni merkingu er ekki predikarinn, heldur
það, sem hann predikar. Skýrt dœmi um þetta er í Mark. 5:20.
,,Og hann fór burt og tók að kunngjöra í Dekapólis, hve mikla
hluti Jesús hafði gjört fyrir sig." Þetta er predikun.
Predikun, sem hefir merkingu er ávöxtur Andans. — Það er
vegna þessa, sem mœlskusnilld er ekki undirstaða predikunar-
innar, heldur er það Andinn, sem túlkar Kristsviðburðinn með
vörum þeirra manna, er skírðir hafa verið í Andanum, — sem
hafa verið lifandi gjörðir
Að telja predikun mannlega snilli, það er að misskilja hana.
Predikunin á rœtur sínar í tilgangi Guðs meðal manna. Þessi
tilgangur sést í Kristi, SEM ER DROTTINN, eins og hann er túlk-
aður af Heilögum Anda. í augum trúarinnar er Guð að starfi !
predikuninni. Þannig má vœnta þess, að hún brjóti niður mann-
legar hindranir til þess að hún komi til vegar hinu frelsandi
verki sínu allt til enda.
Úr bók D. W. Cleverley Ford. Sjá bls. 68
48