Kirkjuritið - 01.06.1971, Page 62

Kirkjuritið - 01.06.1971, Page 62
Frd tíðindum heima BYGGING LÝÐSKÓLA í SKÁLHOLTI Um miðjan maí s. I. hófst undirbún- ingur að byggingu skólahúss í Skól- holfi — ón allra viðhafnar og yfir- söngs, enda hafði fyrsta skóflu- stunga að skólanum verið stungin fyrir nœrri ótta órum vestur í hólum. Hnausinn úr þeirri stungu hvarf raun- ar ó dularfullan hótt, en kom í leit- irnar úti í Noregi hjó séra Haraldi Hope löngu síðar. Er hann þar vœnt- anlega enn, enda séra Haraldur vel að honum kominn. Nú hefur hins vegar verið gerður skipulagsuppdróttur fyrir Skólholt. Hefur Reynir Vilhjólmsson, garða- arkitekt, unnið það verk. Skólahús- inu er nú œtlaður staður norðan meg- in við hlið þess húss, sem byggt var ó staðnum 1956 og þó líklega helzt œtlað biskupi. Er aðeins mjótt sund ó milli húsanna, því að eldra húsið skal nú tekið til þarfa skólans einnig. Byggingu prestsseturs er að Ijúka ó staðnum, og stendur það austan við Virkishól að kórbaki kirkjunnar. Um skipulag þetta mó margt gott segja. Reynir Vilhjólmsson hefur full- an hug ó því að taka tillit til allra minja fró fortíð og vill gjarna, að hið nýja skipulag minni þó með nokkr- um hœtti ó fortiðina. Sennilega er það ekki hans sök, að biskupssefri er hvergi œtlaður staður ó uppdrœttin- um. Hins vegar er trúlegt, að hann verði einhvern tíma sakaður um „þröngsýni" fyrir að hafa sett skóla- húsið svo nœrri „hjarta staðarins"/ kirkjunni. Tveir arkitektar hafa að undan- förnu unnið að teikningum skólahúss- ins, þeir Manfreð Vilhjólmsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Árangur iðjn þeirra virðist hinn athyglisverðasti- Þar er margt snjallt og þó hófsalegt- Mó jafnvel sjó nokkurn skyldleika með teikningum þeirra og uppdrótt- um að staðarhúsum fró síðasta fjórð- ungi 18. aldar. Þó var að vísu ör- birgð mikil ó staðnum og niðurlœg- ingin hvað dýpst, en fortíð er fortíð, og ekki þarf að efa, að þeir Manfreð og Þorvaldur vandi verk sitt eftir föngum. Yfirsmiður við byggingarnar í Skól- holti er Guðmundur Sveinsson fró Ósabakka ó Skeiðum. Á síðasta óri keypti kirkjuróð a11 mikið hús af verktökum við Búrfells- virkjun. Var það reist ó sumarbúða- svœði í Skólholti og verður vœntan- lega tekið til fullra nota í sumai'- Batnar þó mjög öll aðstaða til sum- arbúðahalds ó staðnum, svo og til ýmissa smœrri fundahalda. 60

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.