Kirkjuritið - 01.06.1971, Page 66
oss, sem kristnir erum, að veita jákvœðar og
hispurslausar, siðferðislegar leiðbeiningar í
kynferðismálum.
Það er jafnvœnlegt til árangurs að œtla,
að vér verðum lausir við klámið með því að
afnema alla ritskoðun eins og að hyggjast
losna við ofdrykkju með því að gefa frjálsa alla
sölu á brennivíni, segir tímaritið. (B. A.)
Kaþólskir prestar og nunnur láta af störfum
Nemendum hefur farið nokkuð fjölgandi í
prestaskólum mótmœlenda í Bandaríkjunum,
segir sr. Gunnar Lislerud í grein um kirkju-
líf í Bandaríkjunum í ,,Luthersk kirketidende".
Hins vegar eru kaþólskir menn áhyggjufullir
vegna þess, hve mjög hefur dregið úr aðsókn
ungra manna að kaþólskum prestaskólum
vestra. Enn meiri kvíða hefur það vakið. hversu
það fer í vöxt, að kaþólskir prestar og nunnur
yfirgefi söfnuði sína, skóla og aðrar stofnanir.
A þremur árum létu um 12 þúsund prestar af
embœtti í kaþólsku kirkjunni í Bandaríkjunum,
þ. e. ekki fœrri en fjögur þúsund að meðal-
tali á ári. Það bœtir ekki úr skák, að margir
þessara manna eru úr hópi fremstu leiðtoga
kirkjunnar. Þar eru skólastjórar, heimspekingar,
kennarar og forstöðumenn klaustra og trúar-
legra stofnana. Fráhvarf frá kaþólsku kirkjunni
í svo stórum stíl hefur ekki átt sér stað síðan
á dögum siðbótarinnar. Þó er yfirleitt ekki rétt
að segja, að um sé að rœða fráhvarf frá sjálfri
kirkjunni, því að flest hefur þetta fólk ákveðið
að telja sig áfram til kirkjunnar, þó að það
láti af störfum í þágu hennar.
Þegar reynt er að leita skýringa á þessu,
telja menn m. a. þrjár ástœður einkum valda
miklu um.
1. Fólk sœttir sig ekki við kröfu kirkjunnar um
ókvœni. Margir kaþólskir prestar hafa gengið
í hjónaband með nunnum.
2. Mörgum þykir á skorta, að starfsskilyrði séu
fyrir hendi innan þess athafnasviðs sem
kirkjan hefur sett starfsmönnum sínum. Ýms-
ir hœfileikamenn í prestastétt telja sóknar-
prestinn einangraðan eins og nú sé háttað.
3. Lögð er áherzla á, að kirkjan eigi að vera
trúboðskirkja í veraldlegum heimi, en það
verkefni geti hún ekki leyst af hendi,
meðan hún búi við hið gamla valdakerfi
biskupa, erkibiskupa, kardínála og páfa. —
Allmargir prestar, sem hafa sagt skilið við
embœtti sín, hafa tekið til starfa hjá Iíkn-
arstofnunum eða skólum. (Fast Grunn).
Norrœnt prestamót á íslandi árið 1973
A fundi sambandsstjórnar prestafélaga Norður-
landa, sem haldinn var í Lejonsdal í nœsta
nágrenni Stokkhólms hinn 7. janúar s.l., var
ákveðið, að fengnu samþykki stjórnar Presta-
félags Islands, að nœsta þing norrœnna presta
skyldi haldið á íslandi, að öllum líkum að
Laugarvatni, um eða eftir 20. ágúst 1973.
Þing þetta eða mót var síðast haldið í Askov
á Jótlandi í septembermánuði síðastliðnurn
1970. Sóttu það á þriðja hundrað mannS/
prestar og prestkonur, víðs vegar frá Norður-
löndum, þ. á. m. þrír prestar frá Islandi og
tvœr prestkonur.
Er þess að vœnta, að þingið 1973 á Laug-
arvatni verði fjölsótt, einkum þar sem g ild*
íslenzku krónunnar er nú, og verður að öN'
um líkum, mjög hagstœtt fyrir útlendinga.
Þingstaðurinn, Laugarvatn, þykir á margan
hátt heppilegur, vegna þess hve miðsvœðis
hann er með tilliti til Skálholts, Þingvalla og
annarra þeirra staða, sem athygli ferðamanna
hefur mjög beinzt að.
Þess má geta, að forráðamenn vœntanlegs
prestamóts hafa mikinn hug á því, að móts-
gestum gefist kostur á að kynnast sem nán-
ast íslenzku kirkjulífi, sögu þjóðarinnar og ekki
hvað sízt kirkjunnar. Mun og verða stefnt að
því, að mót þetta megi verða okkur til sóma»
enda enginn vafi á því, að svo getur orðið<
ef prestar leggja sig fram, en liggja ekki á lið1 2 3
sínu.
Norrœnt prestkvennamót í Svíþjóð
Norrœnt prestkvennamót verður haldið dagana
16. —19. ágúst 1971 í borginni Ystad á suður-
strönd Svíþjóðar, en þangað eru um 50 km
frá Malmö, sem flestir kannast við.
Þátttökugjald í mótinu er 195—225 sœnskar
krónur, og í því er innifalið gisting og fceði
á meðan á mótinu stendur.
Þegar mótinu lýkur, verður farið til Lundar
og skoðaðir ýmsir merkir staðir undir leiðsöga
fylgdarmanns, en sú ferð mun að auki kosta
Þátttaka tilkynnist sem fyrst, eða í síðasta
lagi fyrir 1. júlí nœstkomandi, til formanns
Prestkvennafélags Islands, Guðrúnar S. Jóns-
dóttur, sem gefur nánari upplýsingar. Sími
32195.
64